Teningur - 01.01.1987, Síða 10

Teningur - 01.01.1987, Síða 10
Bragi Olafsson HÉRINNI Eitthvað sem líkist föður mínum kemur inn. Ég greini það í birtu frá sígarettuglóð sem nálgast. Mér verður bilt við þegar fyrsta höggið af fjórum kveður við í klukkuhamrin- um í forstofunni. Seint. Ég er seint á fótum. Þú ert seint á fótum, segir hann; það er faðir minn í glóðinni. Hann býður mér síðan góða nótt, bílhljóð berast utan af götunni og klukkuhöggið deyr út. Það fjórða. Það er hættulegt að vera hér inni. Hlutir eru brothættir og alls kyns hljóð eru manni ekki að skapi. Þegar ég sef eina nótt, stend ég í stafni skips og fylgist með því hvað sjóndeild- arhringurinn breytist lítið. Við erum rétt lagðir úr höfn og ég veit ekki hvað þessir hinir eru að hafast að. Þetta er hljóðlaus ferð og skemmtileg, enn sem komið er. FRANSKUR KAFBÁTUR í REYKJAVÍKURHÖFN (desember 1986) (Síðdegið er óstöðvandi maður á hlaupum eftir engu. Hann hverfur við hvert skref sem er stórt, og svo dimmir, og maðurinn skilur alltaf eftir sig óljósari spor. Og nær síðan eitthvert fyrir kvöld.) En það eina sem þér dettur í hug, Þór, er að manni líði illa neðansjávar. Að viðkvæmum manni líði illa og hljóti að verða vitlaus neðansjávar. Þetta kvöld sem við sjáum út um skítuga bílrúðu er hús, einstaka maður, eða kona sem sinnir börnum á morgnana. Undir hljómar þurr og japanskur vélargangur, eða snerting snjókorna við hafflötinn. Og allt er svo dásamlega einsog það ætti að vera á svona kvöldi. Og þér dettur í hug að manni geti liðið illa, viðkvæmum manni, einsog sjórinn er sléttur. 8

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.