Teningur - 01.01.1987, Side 13

Teningur - 01.01.1987, Side 13
Svo er nú annað! Það er nú líka dálítið undarlegt og ég bara verð að segja frá því. Ég get ekkert að þessu gert, en alltaf þegar bankað er á hurðina að kennslu- stofunni fæ ég samstundis í magann og byr ja að róta í skólatöskunni minni og gá hvort ég hafi gleymt einhverju heima. Ég er nefnilega alltaf fullviss um að þetta sé mamma ineð leikfimisdótið rnitt eða eitthvað dót sem ég hef gleymt heima. Einu sinni, ég held ég hafi verið í sjö- unda bekk en ekki áttunda gleymdi ég (viljandi) leikfimisdótinu heima og mamma kom með það í skólann til mín. Kennarinn hleypti henni jafnvel inn í kennslustofuna og hún bara gekk til mín þar sem ég sat í horninu í öftustu röð og sagði: „Hérna elskan, þú gleymdir þessu.“ Ég horfði fast oní borðið. ,,Takk“. ,,Ég átti leið framhjá elskan og datt í hug að skjóta þessu inn í leiðinni.“ Ég horfði enn fastar oní borðið. ,,Takk“. Svo fór hún og í dyrunum sneri hún sér bara við og brosti til kennarans einsog ekkert væri sjálfsagðara. Ég hélt ég væri búin að vera: fjölskyldulífið bara komið fyrir allra augu inní kennslustofu og mannorð mitt glatað að eih'fu. A þessum árum var ég líka meira en lítið viðkvæmur fyrir foreldrum mínum. Alltaf þegar ég hugsa um svona nokk- uð finnst mér gott að tala um það við einhvern og tékka á hvort hann eða hún eigi kannski við svipað vandamál að stríða. Ég sný mér að Guðjóni sessunaut mínum, virði hann fyrir mér augnablik, og sé að best er að láta málið kyrrt liggja. Skrýtið; Stundum er maður að hugsa eitthvað sérstakt og svo andartaki síðar er maður farinn að hugsa um eitthvað allt annað. Rétt í þessu var ég einmitt að velta fyrir mér hvað kennarinn væri eiginlega að krota á töfluna, en svo barst angan af brenndu laufi innum gluggann og sam- stundis þræddi hugsun mín sig eftir ilm- inum útum gluggann, útí víðáttuna. Bara svona getur skotið 1000 minning- um uppí hugann. Og ekki þarf ilminn til, til að vekja upp minningar. Allt milli himins og jarð- ar getur vakið upp minningar. Jafnvel drasl. Einu sinni gekk kona framhjá glugg- anum með innkaupapoka í hendinni. Uppúr pokanum stóð sjampóbrúsi úr rauðu plasti, í laginu einsog kall með pípuhatt. Ég mundi vel eftir þessum sjampóbrúsaköllum frá því ég var lítill. Ég hafði ekki séð þá síðan og skildi ekki hvar konan hafði getað komist yfir þennan brúsa. En bara að sjá sjampóbrúasakallinn nægði til að kippa fótunum undan mér og ég hrapaði niður í endurminningar úr bernsku minni. Jafnvel þó endurminn- ingarnar séu góðar líður manni aldrei reglulega vel þegar þær skjótast uppí kollinn á manni. Ekki að manni líði illa, bara einsog ég segi, manni líður aldrei virkilega vel. Bara að sjá svona sjampóbrúsa eða eitthvað drasl gæti örugglega við vissar aðstæður gert mig alvarlega ruglaðan. Ég sé hvergi að verið sé að brenna lauf. Kannski þetta hafi ekki verið angan af brenndu laufi eða kannski verið sé að brenna lauf einhversstaðar langt í burtu. Úti er logn. Haustsólin er lágt á himn- inum: stór og rauð og köld. Við biðskýl- ið handan götunnar stendur maður í svörtum frakka með hatt og gufuna legg- ur útúr honum einsog hann sé gufuvél eða eitthvað. Skrítið hvað allt er kyrrt á svona haustmorgnum. Svo er hljóðbært einsog í auðu húsi. Svona haustmorgnar fara vel í mig. í bekknum er stelpa sem heitir Signý. En ég ætla nú samt ekki að fara að segja frá Signý núna, eða loðkápunni hennar eða minkapelsinum eða hvað sem þetta nú er sem hún notar fyrir kápu. Ég ætla bara aðeins að minnast á skólatöskuna hennar. Málið er auðvitað að þetta er engin skólataska. Þetta er gríðarstór ljósbrún leðurtaska með þykkri leðuról til að hengja á öxlina og í henni geymir Signý sjálfa sig. Ef einhvern langar til að kynnast Signý er best að kíkja oní tösk- una. í töskunni eru skólabækur, pennar og blýantar, málband, hárband, lím- band, amerískt húsgagnablað, hálf flaska af brennivíni, lítill steinn sem hún fann í einhverri fjöru, snyrtivörur, tvö umslög, tóm kókflaska, tyggjóplötur, plástur, spegill, full kókflaska, seðla- veski, vasaklútur, lúffur, budda, og lítil plata með laginu My Sweet Lord. En aðalmálið með þessa tösku og ástæðan fyrir því að ég er að segja frá henni, er hvað hún er hrikalega létt. Það er alltaf alveg eins og hún sé tóm. Ég horfi oft á þessa tösku. í mínum bekk er strákur sem er yfir sig hrifinn af Signý.Hann heitir Gunnar. Skrítið. Maður sest niður til að skrifa um eitthvað sérstakt og áður en maður veit af er maður byrjaður að skrifa um eitthvað allt annað. Ég settist niður til að segja frá Sigurði í mínum bekk. Nú hef ég skrifað mörg hundruð orð en hvergi er enn minnst á Sigurð einu orði. Sigurð- ur og ég erum jafnaldrar og úr sama hverfi og lékum okkur á sömu götunum og sáum sömu kvikmyndirnar og hnupl- uðum úr sömu búðunum og hlustuðum á sömu plöturnar og lærðum sama náms- efnið og sögðum sömu lygamar og borð- uðum sama mat og þessvegna á allt sem ég hef skrifað hér að framan kannski alveg eins við um Sigurð. Ég er ekki að segja að við séum einn og sami maðurinn þó við eigum allt ofangreint sameigin- legt. Auðvitað erum við ólíkir um margt. Kannski Sigurður hafi leikið sér meira en ég eða borðað minna eða hlust- að oftar á dægurlagaplöturnar eða farið sjaldnar á bíó og þessvegna séum við ólíkir. Ég vissi af Sigurði löngu áður en við 1L

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.