Teningur - 01.01.1987, Page 40

Teningur - 01.01.1987, Page 40
ar innri nektar sem í þeim bjó og líkami unga mannsins varð heltekinn. Hér er um dularfulla og grundvallandi upplifun að ræða sem maður finnur fyrir við lestur bókarinnar. Bataille helgar einn kaflann hlátri og gráti, en það er einmitt í samræmi við tilgátu mína um fyndnina sem tjáningu tilgangsleysisins þega Bataille skrifar: „Satt best að segja væri ógerningur að tala um sjálfa fá- viskuna (það sem við getum alls ekki vitað en hefur samt sem áður sín áhrif, innskot greinarhöfundar) þegar við sjá- um greinilega áhrif hennar, hláturinn og grátinn o.s.frv.“ Þversögnin sem felst í hlátrinum er sú að jafnframt því að hann gefur okkur ákveðið rými veitir hann okkur innsýn í visst samhengi sem annars tæki okkur langan tíma og mikið púl að komast að. Skáldskapurinn Sérstaða skáldsagna Péturs Gunnars- sonar er sú að þær fela bæði í sér skáld- skap og fyndni. Þannig verður sú ímynd sem sögurnar birta af þroskaferli Andra og hins íslenska samfélags spegil- mynd spegilmyndar. Það er skrumskæl- ing (fyndnin) spegilmyndar (skáldskap- urinn) af raunveruleika sem við þekkjum ekki og getum alls ekki kynnst á annan hátt en með því að tala um hann og skrumskæla hann. Stíll bókanna sver sig líka fremur í ætt við módernismann en raunsæisstefnuna og minnir óneitan- lega á fyndnar afskræmingar á líkama okkar sem birtast í bugðóttum speglum speglasalanna. Andri og Guðmundur Andri Andri Haraldsson fær ákveðna fyrir- mynd í Sagan öll sem heitir Guðmundur A ndri en saga hans fellur að hluta til inn í sögu Andra. Þó fléttast sögur þeirra saman þannig að það verður ógerningur að skilja á milli skáldskapar og raun- veruleika. Þannig minnir höfundurinn stöðugt á þá staðreynd að hér er um skáldskap að ræða og hann flytur áhug- ann frá eigin persónu yfir á sögupersón- urnar. Þannig eru það ákveðnir karakt- erar sem allt snýst um, ákveðnir fulltrú- ar‘- Ég hef heyrt að í París sé safn sem hafi að geyma tvær beinagrindur af Napó- leon: önnur af honum ungum en hin af honum gömlum. Þannig er hinn tvískipti Andri á sama hátt tvær beinagrindur af Andra. Alvara bókanna Gaman og alvara tengjast órjúfanlega líkt og Ijós og skuggi. Skáldsögurnar fjórar segja söguna um íslenska sam- félagið eftir heimsstyrjöldina síðari. Þetta er samfélag sem á ótrúlega stuttum tíma hefur þróast yfir í nútímalegt vel- ferðarsamfélag en samt sem áður felast í því ákveðnar þversagnir: félagsleg bág- indi, erfiðleikar einstæðra foreldra, börn og gamalmenni sem verða útund- an, fasteignabrask, stéttaskipting, þú gætir sjálf(ur) bætt fleiri þáttum við þessa upptalningu. Það er þessi sama saga sem er tekin fyrir á Alþingi en þar er umræðan án persóna af holdi og blóði. Það hefur verið minnst á það áður að rödd sögumannsins hlýtur að bera keim af rödd heildarinnar ef hún á að virka. Hinn persónulegi stfll getur breytt og þróað þessa rödd en stíllinn getur alls ekki látið sem röddin sé ekki til. Ég ætla nú að reyna að skilgreina hvað það er sem einkennir persónulegan stfl Péturs Gunnarssonar. Undirstaðan er hæfileiki hans til að sjá hið stóra í hinu smáa. Þess vegna eru andstæður algengar í bókunum. Bæk- urnar kanna sögu Andra og íslands og sýna fram á hvernig saga heildarinnar, mannkynssagan, rúmast í einni eða fá- um persónum. Og ekki aðeins í persón- um heldur er þessa sögu einnig að finna í smáatvikum hversdagslífsins, í fjöl- skylduboðum og í gráum hversdagsleik- anum. Hin eiginlega nautn við lestur bókanna felst í þeirri samsvörun sem les- andinn finnur í tilvist einstaklingsins Andra við eigin tilveru. Maður gæti full- yrt að það sé einmitt það sem felist í allri list og því er aðeins hægt að svara ját- andi, það er einmitt í þessu sem listin felst. Isl. þýð.: Jóna Ingólfsdóttir Þýð. á kvœði Piets Hein: Auðunn B. Sveinsson. 38

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.