Birtingur - 01.04.1955, Síða 2

Birtingur - 01.04.1955, Síða 2
AVARP GEGN UNDIRBUNINGI KJ ARNORKUST YRJ ALD AR Raunveruleg hætta af kjarnorkustyrjöld vofir nú yfir öllum þjóÖum, yfir hverju heimili, hverjum einstaklingi. Birgðum kjarn- orkuvopna er hrúgað upp á ótal herstöðvum. Samþykkt ráðs- fundar Atlantshafsbandalagsins 18. des. 1954 um að beita kjamorkuvopnum, ef til styrjaldar kemur, er örlagarík ákvörð- un. Hershöfðingjar og forráðamenn þjóða hóta því opinskátt að beita kjamorkuvopnum. Hins vegar er á valdi almennings að hindra nýja styrjöld með nógu öflugum alþjóðlegum mótmæl- um. Um allan heim er nú verið að safna undirskriftum að áskor- un heimsfriðarráðsins frá 19. janúar 1954 um eyðileggingu á birgðum kjarnorkuvopna í öllum löndum og um bann við fram- leiðslu þeirra. Slíkt bann er fyrsta skrefið til almennrar afvopn- unar og til friðar í heiminum. Ávarpið er á þessa leið: „Ýmsar ríkisstjórnir undirbúa nú kjarnorkustyrjöld. Þær leit ast við að sannfæra almenning um, að hún sé óhjákvæmileg. Beiting kjarnorkuvopna mundi leiða af sér allsherjar eyð ingu í styrjöld. Vér lýsum yfir því, að hver sú ríkisstjórn, sem byrjar kjarn- orkustyrjöld, hlýtur að fyrirgera trausti þjóðar sinnar og kallo yfir sig fordæmingu allra annarra þjóða. Vér munum nú og framvegis standa í gegn þeim, sem undir- búa kjarnorkustríð. Vér krefjumst þess, að birgðir kjarnorkuvopna í öllum lönd- um verði eyðilagðar og framleiðsla þeirra nú þegar stöðvuð." íslendingar eiga líf sitt undir því, að friður haldist í heimin- um. í kjarnorkustyrjöld getur ísland orðið í frernstu víglínu, og ekki þarf nema eina vetnissprengju til að tortíma miklum hluta þjóðarinnar. Birtingur lýsir yfir stuðningi við ofangreint ávarp og heitir á sem flesta íslendinga að samþykkja það með undirskrift sinni.

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.