Birtingur - 01.04.1955, Side 10

Birtingur - 01.04.1955, Side 10
ELMER DIKTONIUS: Minning (Södergran ) ELMER DIKTONIUS fæddist í Helsingfors 20. 1. i8g6. Hann stundaði nám i tónlist og bókmenntum í London, París og Prag, hóf skáldferil sinn 1921 með bókinni Min dikt, hefur síðan gefið út nœrri 20 bæk- ur, einkum Ijóð, en einnig pœtti, ritgerðir og spakmœli (aforisma). í œskuljóðum hans gcetir mjóg þeirrar lífsskoðunar að lífið sé sífelld barátta milli jákvæðra og neikvæðra afla; staðfesting þess birtist honum jafnt i náttúrunni, þjóð- félaginu og innra með einstaklingnum. í formála Ijóðabókarinnar ,JStark men mörk” (1930) segir hann: ,Jíg hef verið algyðistrúar frá barnæsku, sósíalisti og módernisti síðustu fimmtán árin, elskað al- lífið t náttúrunni, trúað á heimsbyltinguna og barizt fyrir ismunum meira en flestir aðrir'. Diktonius var ásamt Edith Södergran og Gunnari Björling forvígismaður ex-pressjónismans í finnsk-sænsk- um bókmenntum, og verður þáttur þeirra t endurnýjun sænskrar Ijóðlistar seint fullmetinn. E. B. Þegar Edith Södergran gaf út sina fyrstu bók 1916 mœtti hún kulda og skilningsleysi gagnrýnendanna, enda voru Ijóð hennar nýstárleg og sérstœð og að þvt er virt- ist úr samhengi við bókmenntahefð Finna. Þó spáði skáldið Elmer Diktonius henni sigurs yfir tómlætinu og varð sannspárri en jafnvel hann sjálfan grunaði: aldar- fjórðungi síðar var hún talin í hópi þjóðskálda Finn- lands og þetta litla kver er nú talið marka þáttaskil t Ijóðagerð Norðurlanda i hyrjun þessarar aldar. Edith Södergran ólst upp i Leningrad (Pétursborg) en hraktist þaðan ásamt fjölskyldu sinni er byltingin brauzt út. Fjölskyldan settist að í landamœrabœnum Rai- vola á Kyrjálaeiðinu og bjó þar við sárustu fátækt. Æska Edith Södergran i Pétursborg aldamótaárin og kynni hennar af rússneskum skáldskap, snögg umskipt- in frá allsnœgtum til örbirgðar og einveru, ásamt tær- ingunni, sem loks dró hana til dauða rúmlega þrítuga, allt þetta hefur að sjálfsögðu mótað hana sem skáld og flýtt þroska hennar. En skáldskapur hennar rís ofar ör- lögum hennar sjálfrar og varðar allt mannkynið. H. S. t dimmum skógi skaut upp hvítu biómi undursamlegu. Sá sýnir opinberanir, ölvað lifði allt þjáningarlostið og guð og silkiiirfa og fiðrildaryk í henni söng dauði og líf og marglit klæði mannanna. Hófst og hófst stöngullinn æ mjórri gagnsærri bleikur þráður, stjarnband, hvíslaði talaði dauða máninn. Ekkert brast. Eitthvað sveif, flaut yfir 1— tvö augu urðu stjörnur, ljúf hönd sléttaði úr margfaldri þjáningu af marmarafætinum losnaði rauður skór úr silki. í nótt ber hönd þinn silkiskó að eyra. Ó niður guðs og dauða og lífs, silkilirfu — fiðrildaryks og marglitra klæða mannanna. 8 Hannes Sigfússon íslenzkaði,

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.