Birtingur - 01.04.1955, Page 40
morgundagsins. Hann er hinn eilífi andspyrnumaður,
„hamar í einskis hendi“, sem lýsir sjaifum sér vel í
bókartitlinum „Fureur et Mystére” (Ofsi og lcyndar-
dómur). Ljóðheimur Chars er mjög afmarkaður og snýr
að hinni upprunalegu náttúru og manninum, sem berzt
hörðum höndum fyrir lífi sínu. Fastmótuð ljóðlist hans
minnir á ávexti mcð grjótharða skurn; cn þegar skurn-
in hefur verið brotin og komizt að kjarnanum eru þeir
mettaðir sól og moid og hrjóstrugum heiðum. Char
sameinar næmni súrrealista á innsta leyndardóm allra
fyrirbæra og tilfinningu existensíalista fyrir hinum ófrá-
víkjanlega persónubundna veruleika.
Hjá skáldum eins og Guillevic, Leiris, Ponge og Que-
neau má finna ýmislegt sameiginlegt, svo sem hvass-
yddan stfl, kalt viðhorf tilraunamannsins, meinhæðni,
(heimspekilegar) vangaveltur og einkennilega rýni í
áþreifanlega hluti. Mest gagn hafa þau gert sem af-
burða orðasmiðir, leiknir hugsuðir og ljóðyrkjumenn.
Feti framar hefur Isou gengið í fáránlegri orðarækt, sem
beinist einkum að því að ná nýjum hljóðáhrifum og blæ-
brigðum í hrinjandi úr stafrófinu og forðast vandlega
efnislegt samhengi, sem valdið gæti truflunum. Undra-
fugl, en ekki ógirnilegur til fróðleiks.
Alger andstæða hans er Gracq, sem einskorðar sig við
að draga upp kynstur af sefjandi myndum. Hann er
nýrómantískur súrrealisti, sem skapar sálfræðilegar dul-
sagnir og bregður upp leyndardómsfullum örlögum í
furðulegu umhverfi. Genet er erfiðara að draga í ákveð-
inn dilk, en eins og hinir er hann töframaður í stíl,
sjónhverfingameistari, og hefur gaman af að gera efn-
ið leyndardómsfullt. Lýsingar hans á sérkennilegum
glæpaferli sínum cru mjög margslungnar og mótsagna-
kenndar. Hann fléttar saman rennusteinsraunsæi og
kaldhæðniseldmóð f ljóðrænum skáldsögum, þar sem
allt víkur undan, breytist í sífellu, verður falskt og
óendanlega margrætt. Hann lætur sverfa til stáls og
leikur sér af mikilli rökfimi að andstæðum, svo að úr
þessu vcrður að minnsta kosti magnað sjónarspil. Bækur
hans cru mcð kostum sínum og göllum ávinningur fyr-
ir stíllist, scm getur öllu umbreytt og allt sigrað.
Anouilh hefur í fjölmörgum íeikritum lýst hugmynd-
um sínum um mannlífið þannig, að það beri stöðugt í
hnignunarátt án þess að fá rönd við reist. Hann hefur
flutt þennan boðskap sinn með æ meiri dugnaði, cn
jafnframt hafa verk hans rýrnað að gæðum. Þess vegna
beinist nú athyglin meira að ungum lærisveinum hans,
svo sem Adanov, Becket og fleirum, sem samið hafa
dntngaleg leikrit þrungin örvæntingu. Blindni, hending
og grimmd eru alls ráðandi, lífið er dárakista, þar sem
allt er á ringulreið, þjóðfélög og einstaklingar haldin
sömu kvalafýsninni. Þetta er nihilismi, þrautalending og
neyðarkall án vonar. Þessi skáld þekkja hvorki trú né
athafnasemi, kirkju né byltingu, hvorki dulræði súrreal-
ismans né bölmóð existensíalista. Þau eru utanveltu, á
botninum, í auðninni. En samt yrkja þau: í því fclst
ósjálfráð bjartsýni þeirra. Síðast cn ekki sízt ber að
nefna Saint-fohn Perse, sem af frjálsum vilja hefur
haldið áfram að lifa landflótta; hann var áður í utan-
ríkisþjónustu, en fæst nú orðið eingöngu við skáldskap.
Ljóð hans voru áður fyrirferðarlítil en mikils metin í
mjög fámennum hópi vandlátra lesenda. En á síðari ár-
um hefur hann orðið mun afkastameiri. í hinu mikla
ljóði „Vents“ (Vindar) (1946) er skyggnzt of heima
alla, kastað ljósi á vandamál nútímans, glímt við ógnir
og fyrirhcit, vísindi og ljóðlist af berserksgangi, scm
leiðir hugann að hamförum náttúrunnar, sköpun og tor-
tímingu, stígandi og fallandi. Hann geysist ýmist um
svið sögunnar eða beinir sjónum að því, sem næst
liggur. í öllum sínum óróleik er kvæðið kyrrt eins og
úthaf og viðkvæmt eins og nakin taug, svífur ýmist
hátt og tígulega eða lýstur niður eins og eldingu. Hinn
sérkennilegi, heillandi og víðfeðmi skáldskapur Perses
er sigurteikn um framþróun franskrar ljóðlistar.
/. Ó. E. B.
38