Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 6

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 6
Guadeloupe heitir eyja norður af Suð- ur-Ameríku, spölkorn norðar en eyjan Martinique, en nokkru austar en Porto-Rico. Frakkar slógu eign sinni ó hana á sautjóndu öld. Þar fram- leiða menn sykur, kaffi og kókó. Þar eru eldfjöll. Á þessari eyju fæddist Marie — René Alexis Saint — Léger Léger órið 1887. Hann er nú heimskunnur undir nafninu St. — J. Perse. Ljóð hans hafa verið þýdd ó helztu þjóðtungur Evrópu, þar ó meðal rússnesku, rúm- ensku og hollenzku. Það er einna lík- ast því að helztu Ijóðskóld, sem nú eru uppi, hafi ekki getað staðizt freistinguna að kynna löndum sínum verk hans: T. S. Eliot hefur þýtt þau ó ensku, Giuseppe Ungaretti ó ítölsku, Erik Lindegren á sænsku, svo nöfn séu nefnd. Hann ólst upp á Guadeloupe, þar sem forfeður hans höfðu búið fró því í lok sautjóndu aldar. En órið 1898 fór hann til Frakklands og hóf þar skólagöngu. Síðar nam hann lög- fræði og stjórnvísindi. Árið 1914 hóf hann starf hjó utanrfkisþjónustunni. Hann var ritari í franska sendiróð- inu í Peking á órunum 1916—1921, ferðaðist um Kína, Kóreu, Japan, Mongólíu og Mið-Asíu, og orti Ijóða- bólkinn Austurför (Anabase), eftir að hafa farið í leiðangur inn ó Gobí- eyðimörkina. Hann varð síðar sérfræðingur í mól- efnum, er vörðuðu Austur-AsíU, og hann var hótt settur í utanríkisþjón- ustunni allt til órsins 1940, en þó höfðu hægri menn í Frakklandi feng- ið illan bifur ó honum, og hann var leystur fró störfum að eigin ósk, eftir að hann hafði afþakkað sendiherra- stöðu í Washington. En 16. júní 1940 fór hann til Englands. Gestapo-menn voru ekki fyrr komnir til Parísar en þeir gerðu húsrannsókn í íbúð hans og höfðu ó brott með sér sjö fullunninn skóldverk ósamt öðr- um eignum hans. Til New York kom hann 14. júlí 1940 og hefur ekki síðan lagt leið sfna til Evrópu. Vichy-stjórnin for- dæmdi hann, gerði upptækar eigur hans og strikaði hann út úr heiðurs- fylkingunni. Þegar Frakkland varð frjólst, fékk hann aftur öll fyrri rétt- indi og var settur ó eftirlaun. Hann hefur verið búsettur í Washington, þar sem hann starfaði við bókasafn lengst af meðan styrjöldin stóð yfir. Helstu verk hans eru: Lofgerðir (Eloges), þar sem hann yrkir um bernsku sína, þó Austurför (Ana- base), þó Útlegð (Exil), þó Vind- ar (Vents), þó Gall (Amers). J. Ó. 4 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.