Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 19

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 19
Johannes Edfeld: Skuggi og bergmál Eftir hvaða undirheimaleiðum hvarflar aftur að mér myndin af hinum sefasjúka pilti, honum sem ár eftir ár var lokaður inni í kvistherberginu, skyggðu af þéttum kastaníutrjám garðsins? „Fimmtán ára", sagði faðir minn, þegar við gengum inn í herbergi piltsins, sem lá í eilífu rökkri. Augu hans voru óbotnandi tómleiki, en hvað veit ég um þá drauma sem hrönnuðust upp — kannski eins og stórbrotnar skýjamyndir — bak við enni hans? Það hvítbjarmaði af því eins og af skel kufungsins, þar sem hann sat beinn í rúminu sveipaður ábreiðu. Fyrir öðrum í borginni virtist tíminn keðja verkefna, rofin af hvíld og svefni. Fyrir þeim voru stundir dagsins til og árstíðirnar fjórar. En langt fyrir handan það allt lifði ,,sá fimmtán ára" lífi án tíma. Þessu lífi, sem fullnægði tilgangi sínum utan við vettvang mannlegs máttar og mannasetninga — eg er so sem alldre hefda eg vered i heim- enn borenn / ei helldu.r af quinnu fæddur —, þessu lífshlaupi, sem í augum plægjenda og sáðmanna, nýlenduvörukramarans og sveitalimsins, skósmiðsins og hringjarans, veiðimannsins og farandfisksalans — svo ekki sé þingmaðurinn nefndur, hefur aldrei komizt á blað og varla verið til, því bind ég minningar- sveig og rétti hann svo fram handa skugga, vindþyt, engu. Thor Vilhjólmsson íslenzkaði

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.