Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 34

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 34
Hannesi Sigfússyni er skylt að skýra nánar þau orð sín, að mannúð vestrænna rithöfunda gildi helzt þegar andstæðingar auðvaldsskipulagsins sýna hörku (sjá: lið IX). Hann veit og viðurkennir (sjá: 4. lið), að allur þorri vestrænna rithöfunda tekur þátt í baráttu mannkynsins gegn þeim vitfirringum sem veifa vetnissprengjum yfir höfði sér og hóta að varpa þeim fremur en sleppa forréttindaaðstöðu sinni. Eru það ekki kapítalistar, sem þetta gera? Eru þeir sem berjast gegn hinum stríðs- óðu og fyrir friði ekki andstæðingar auð- valdsskipulagsins? Er slíkt ekki mannúð- arsjónarmið? Hannes veit og viðurkennir (sjá: lið VII), að allur þorri vestrænna rithöfunda hef- ur andstyggð á grundvallarhugsjón kapí- talista: „frelsi til að hafa náungann að féþúfu“. „Þeir afneita flestir kapítalism- anum“ af þeim sökum, að sögn hans sjálfs. I því felst, að þeir styðja alþýðu auð- valdsríkjanna í baráttu hennar fyrir af- námi arðránsins. Er hún ekki andstæð- ingur auðvaldsskipulagsins? Er þetta ekki mannúðarsjónarmið? Hafa vestrænir rit- höfundar beðið alþýðuna að vægja kapítal- istunum í stéttabaráttunni ? Hannesi er áreiðanlega kunnugt, að mikill fjöldi vestrænna rithöfunda fagnar því, að alþýða sósíölsku ríkjanna hefur svipt auð- valdið aðstöðu til að hafa hana að vinnu- dýri. Er alþýða sósíölsku ríkjanna ekki andstæðingur auðvaldsskipulagsins ? Hannes veit ósköp vel, að allir ærlegir vestrænir rithöfundar styðja alþýðu ný- lendnanna í baráttu hennar fyrir sjálf- stæði og mannsæmandi lífi. Er slíkt ekki mannúðarsjónarmið? Er alþýða nýlendn- anna ekki andstæðingur auðvaldsskipu- lagsins? Hafa vestrænir rithöfundar beð- ið hana að hlífa kúgurum sínum? Hvað um gyðinga, þeldökka menn og aðra sem kynþáttaofsóknir bitna á — eiga þeir ekki vísan stuðning rithöfunda? Á slíkur stuðningur ekki rætur í mannúðlegu hug- arfari? Eru kynþáttahleypidómar ekki af- sprengi auðvaldsskipulagsins ? Eru þeir sem gegn þeim berjast ekki andstæðingar þess? Eða er þessu kannski öllu öfugt farið: að vestrænir rithöfundar hafi tekið upp hanzkann fyrir kynþáttakúgara og beðið hina kúguðu að sýna þeim mildi? Vill Hannes Sigfússon ekki gjöra svo vel og segja hug sinn, kveða upp úr um það afdráttarlaust hvað hann á við með orð- unum: „andstæðingar auðvaldsskipulags- ins“? Það er raunar óþarft. Viðkvæmni hans stafar augljóslega hvorki af umhyggju fyrir vestrænum bókmenntum né efa um að vestrænir rithöfundar hafi hjartað á réttum stað. Það sem hann á við er þetta: margir vestrænir rithöfundar hafa látið í ljós andúð á réttarmorðum og margvís- legri valdníðslu, sem hefur átt sér stað í ýmsum sósíalistaríkjum; hann á við upp- ljóstranirnar miklu á 20. flokksþinginu, hann á við Rajkmálið og óöldina sem reis af því svínaríi öllu, hann á við Pasternak- hneykslið og annað slíkt, eða öllu heldur: viðbrögð vestrænna rithöfunda við þess- um atburðum. Viðkvæmni hans vegna skammsýnna stjórnmálamanna, sem sök eiga á þessum hroðalegu „mistökum“, er svo mikil og einlæg, að allt formyrkvast fyrir sjónum hans: axarskaftasmiðirnir verða hinir einu „andstæðingar auðvalds- skipulagsins", en vestrænir rithöfundar og aðrir, sem telja að til þess séu vítin að varast þau, heita á máli hins orðprúða hugsjónamanns „brjóstmylkingar falskrar mannúðar". Lítum á þrjá efnisliði enn. Þegar Hannes hefur skilgreint einstakl- ingshyggju borgara og rithöfunda (sjá: liði I og II), segir hann: 6. „Það sem sameinar þessi tvö ólíku sjón- armið (og þá jafnframt þessar tvær stéttir) er sú staðreynd, að í sósíalista- 32 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.