Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 9

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 9
maðurinn sagði við gráa manninn: „í guð- anna bænum, leyfðu mér að vera í friði!“ Eftir nokkra stund sagði faðirinn: „Ekki fæddi hún þ i g í rúmi, drengur minn. Þú fæddist í flöskukörfu á veginum við Sava- fljót. Það var veturinn 1944“. I þessu gekk hópur manna og kvenna inní krána. Drengurinn maldaði í móinn: ,,En pabbi — hugsaðu um mömmu“. Faðirinn svaraði því ekki. Hann fyllti glas Rauðu heklu. Drengurinn horfði fast á hana, saug upp í nefið og hrækti. Efnaði náunginn hellti í tvö glös og rétti annað þeirra stúlkunni sem muldi brauð- ið. Klukkan var hálfsjö. Rauða hekla pantaði hálfpott af víni á kostnað föðurins og tók að gæla við hand- legg hans með fingrum sér. Drengurinn lokaði báðum augum og drakk. Svo spurði hann: „Pabbi, hvernig væri að fara heim með rúmið? Við gætum þá komið hingað aftur“. Faðirinn glotti, og ekki sagði hann neitt. Brauðmulningskvensan horfði fíknum aug- um yfir brún glassins síns í augu ríka mannsins. „Komdu pabbi, við skulum fara! Við skul- um taka flöskurnar, láta mömmu fá rúm- ið og koma síðan aftur. Mamma ætlar að fæða barnið í því“. „Fyrst vín — svo móðir þín“, sagði fað- irinn. Þjónninn gekk fram hjá og gaf hon- um viðvörunarmerki. Rauða hekla söng „Ég reyni að gleyma“ án þess að rísa upp af stólnum. „Jæja. Ég skal þá fara einn. Ég ætla að líta við hjá Skjó. Ég ætla þá að að fara heim með rúmið og flöskurnar sjálfur". Faðirinn hellti á ný í glas sonarins, seild- ist yfir um mitti Rauðu heklu og sagði: „Þú ferð ekki fet héðan!“ „En hvað um mömmu? Bíddu þá hérna. Ég skal koma aftur að sækja þig“. „Þú ferð ekki fet héðan!“ Nú var fólk farið að tínast út um dyrnar. Efnaði náunginn og brauðmulningsstúlk- an hurfu upp um stigann. Rauða hekla sá þegar þau fóru; það gerði faðirinn iíka. Grár maður og hvítur maður hurfu frá dyrunum út í myrkrið. Hersing einsklæddra stúdenta og hjal- stúlkna þeirra spratt upp í einni svipan og gekk á dyr í halarófu, bundin ein- hverjum fyrirheitum. Margir þeirra höfðu ekki borgað fyrir sig, en þjónninn sat um þá við dyrnar. Nokkrir þeirra borguðu alls ckki; þeir höfðu enga peninga. Svo varð klukkan ellefu. Rauða hekla var drukkin. „Hún ætlar að láta okkur hafa nokkrar flöskur fyrir ekki neitt“, sagði faðirinn. „Bíddu eftir mér við vagninn. Ég verð ekki lengi“. „Hafðu gát á veskinu pabbi!“ Hann sagði ekki neitt. Svo fóru þau öll þrjú, og faðirinn borgaði tebollann og átta umferðir af víni. Áður en hann bjóst til ferðar með Rauðu heklu að sækja nefndar flöskur gaf hann sér tóm til að líta til vagnsins; hann var dyggilega reyrður við staurinn. En þótt dimmt væri út að líta sá hann að rúmið var horfið. Hann starði á vagninn, síðan á drenginn, þá á Rauðu heklu. Hann dró andann eins og hvalur. Svo sló hann hana framaní. Það tók að blæða úr nösum hennar. „Burt frá mér!“ skrækti hann. En þó varð hann ekki betri í skapi. Hann settist á vagninn. „Ykkar rúm — og mitt“, vældi hann. Þjónninn fleygði síðasta stúdentinum út af kránni og hélt eftir síðbúnustu stúlkunni. „Það kostar okkur 250 flöskur!" stundi faðirinn. Þvílíkur kuldi! Hann vafði betur um sig gömlu fatalufsunum og tók að skæla. Þeir héldu með vagninn niður brekkuna. Orðin á krárveggnum, Dúna er þjóf- u r, glottu að baki þeim. Það skipti engu máli lengur hve seint þeir kæmu heim. Svo spurði sonurinn: „Pabbi — hvar fædd- ist þú?“ Birtingur 7

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.