Birtingur - 01.01.1960, Page 16

Birtingur - 01.01.1960, Page 16
retti. Fyrsta ljóðabók hans kom út á ítölsku 1916: II porto sepolto, styrj- aldarljóð; önnur árið 1919, ort á frönsku: L a g u e r r e . En hin síðasta sem ég veit af kom út 1950: Laterrapromessa, (Fyrirheitna landið). Reyndar ætti ég að nefna aðrar tvær: Sentimento del tempo 1933 (Tímans tilfinning) og II dolore (Sársaukinn) 1946; hin síðari er harmljóð vegna sonarmissis: fögur, rík af mannúð og hlýju og þrungin sterkri per- sónulegri reynslu og samúð með öðrum sem hafa þjáðst. Þaðan er þetta ljóð: N o n g r i d a t e p i u Cessate d’ uccidere i morti non gridate piú, non gridate se li volete ancora udire, se sperate di non perire. Hanno 1’ impercettibile sussurro non fanno piú rumore del crescere dell’ erba iieta dove non passa 1’ uomo. Hrópið ekki lengur Hættið að drepa hina dánu hrópið ekki meira, hrópið ekki ef þið viljið enn heyra þá ef þið vonið að tortímast ekki. Hvísl þeirra verður vart greint það heyrist ekki meira í þeim en í grasinu sem grær fagnandi því að þar fer enginn maður um. 6. Líldega er M o n t a 1 e torskildastur þessara skálda. Hann varð fyrstur til að kynna ljóðlist T. S. Eliot á Ítalíu með þýðingum 1929: The Wasteland, Eyðilandið, Montale 14 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.