Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 39

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 39
Hrafninn var kominn aftur og krúnkaði yfir höfðum þeirra. Gamli maðurinn rétti úr sér. Dró rauðan klút uppúr vasanum. Snýtti sér. Snússaði sig síðan rækilega úr dálitlu dropaglasi. Fáein tóbakskorn fuku framaní únglíng- inn og honum vöknaði um augu. Góða stund virtu þeir fyrir sér hina ein- mana dansmey í vatninu. — Jæja, sagði sá gamli og það var kominn dökkbrúnn dropi á nefbroddinn. — Það er nú það. Ekki viðlit að reyna að ná henni uppúr nema hafa eitthvað til þess arna. Krókstjaka eða eitthvað þessháttar. Þetta er svo djúpt. Við verðum að rölta uppí Sel og láta vita. Bíða eftir þeim sem fóru á heiðina. Við förum svo í fyrramálið og krökum hana uppúr. Með hrífum eða einhverju svoleiðis. Líkið af dreingnum hlýtur að vera einhverstaðar hér í grennd- inni. En það þýðir ekkert að leita að honum í dag. Farið að dimma. Við förum bara uppí Sel. Eiginlega væri Sigurjón einfær um að ná í þau. Elsti strákurinn gæti farið með honum. Þessi sem fór á heiðina í morgun. Þeir ættu að geta drösl- að henni uppúr í fyrramálið ef þeir þá hafa eitthvað til þess. Dropinn á nefinu hafði þýngst smámsam- an. Hann rann af stað og dró mórauðan taum niðrað munnvikinu. Þeir snérust á hæli og geingu silalega uppfrá ánni. Undan veðri. Mjökuðust áfram fet fyrir fet. 1 snjónum. Sigfús Daðason: HENDUR OG ORÐ Heimskringla 1959 Sigfús Daðason er grandvart skáld. Grand- var í þeim skilningi að hann neytir ekki ljóðgáfu sinnar til að ölva sjálfan sig og aðra með orðum og stemningum. Það er ótvíræður kostur. Hinsvegar hvarflar það stundum að lesendum hans að örlítið heit- ari glóð myndi ekki saka ljóðin — að ástríður höfundarins mættu gjarna taka virkari þátt í sköpuninni. En Sigfús er gjörhugull heimsskoðari, og það kemur á móti. Ljóð hans eru byggð á traustum grunni reynslu og þekkingar, orð hans blása ekki upp fyrir misvindum. Það er hægt að treysta því að þau standi djúpum rótum. Og einnig það er kostur. Hann segir á einum stað: Sál þín og æska og eldur sálar þinnar í nóttinni glæddur af nóttinni reis í nóttinni snarkandi og rauður sefið var ennþá rakt og svefn hinna kyrrlátu lagðist þungt á brjóst þitt. Þessar finnast mér einna fallegastar myndir og líkingar í bókinni. En sem áð- ur segir: það eru fáir eldsvoðar í ljóðum hans, og það er kannski eins gott. Heimur vor (nú) þarfnast sennilega annars frek- ar. Ég hef minnst á fallegustu myndirnar og líkingarnar. Nefndu þá ,,fallegasta“ ljóðið. Það er kvæði nr. XXV, lokakvæði bókarinnar. Ég tilfæri tvö fyrstu erindin: Birtingur 37

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.