Birtingur - 01.01.1960, Page 7
André Loos
L
Handvagni var ekið úti fyrir Austrinu.
Eigandi hans var maður um fimmtugt;
sonur hans gat naumast verið eldri en
þrettán ára. 1 vagninum var tötralegt rúm
og undir því voru fimm körfur fullar af
tómum vínflöskum sem druslum hafði
verið slegið utan um til öryggis við brot-
hættu. Einhver hafði skrifað með krít
framan á kaffihúsið: Dúna er þ.jófur.
Þetta var klukkan hálffimm um daginn.
Þeir feðgar lögðu vagnskjálkana til jarð-
ar með varfærni og tróðu druslum undir
hjólin til að skorða þau. Eftir að þeir
rannsökuðu að hver flaska var heil
slógu þeir utan um þær á ný. Það var
hörkukuldi og þeir sugu horinn upp í
nasirnar, ræsktu sig og hræktu frammi
fyrir dyrum krárinnar. Drengurinn var í
tölulausri skyrtu og augu hans voru
mongólsk og dökk; út á ljósan jakka
hans og buxur var ekkert að setja. Faðir
lians var í skóhlífum en fötin voru svo
þvæld að honum hefði farið betur að vera
án þeirra. Munnar þeirra voru opnir en
þeir sögðu ekki neitt.
Nú var hurðinni á Austrinu slegið upp og
þeir heyrðu konu syngja:
Ég reyni að gleyma, ég reyni að gleyma;
er ástin bregst mér reyni ég að gleyma.
Ókunnur ríkulegur viðskiptavinur þrengdi
sér fram hjá þeim og valdi sér lítið borð.
Konan hætti að syngja. Svo sagði hún:
„Sæll, strákur“. Hann settist niður og
horfði á hana. Hún var grönn, í rauðri
heklu. Hún otaði þokkalegu brjósti sínu
i öxl honum og hvarf sviplega upp um
örlítinn stiga. Hann sat kyrr og bað um
tyrkneskt kaffi.
Flöskumángarinn festi vagninn þeirra við
staur og veik inn á kaffihúsið. Drengur-
inn kastaði hárinu frá augum sér en
nokkru síðar lak það aftur fram á and-
litið. Þeir renndu augum hratt yfir sal-
inn og ætluðu sér borð úti í horni.
Kráin var þyrpt stúdentum sem átu brauð
og hjöluðu við vinstúlkur sínar. Hópur-
inn hélt sig við borð sem voru nokkurn
Dúna
er
þjófur
Birtingur 5