Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 36

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 36
helzt að gera út um það mál við félaga Krústjoff, áður en hann beinir geiri sín- um að vestrænum rithöfundum fyrir vonzku þeirra í garð Stalíns og brigzlar þeim um nazisma, ef þeir falla ekki fram og tilbiðja hann. Ætli flestir vestrænir húmanistar hugsi ekki um Stalín líkt og Brynjúlfur frá Minna-Núpi svaraði, þegar við hann var sagt: Það er ég viss um, Brynjúlfur, að þú gætir fundið sjálfum andskotanum eitthvað til málsbóta. ,,Hann er nú sjálfsagt ekki verri en hann er sagður,“ svaraði Brynjúlfur. Karl Marx hefur eins og margir aðrir mætir fræðimenn orðið að una því, eftir að hann mátti ekki lengur bera hönd fyrir höfuð sér, að ýmsir snöggtum skeikulli hugsuðir hömpuðu sínu hugarglingri og létu á sér skilja, að það væri smíðað eftir hans fyrirsögn eða fræðum hans til fram- dráttar. Slík „fræðimennska" heitir á út- lenzku vúlgermarxismi, en mætti kallast dólgamarxismi á íslenzku. Sé yfirleitt heimilt að orða grein Hannesar við marx- isma, verður hún aðeins talin til þessarar vafasömustu tegundar hans. Frá afgreiðslunni Okkur berast alltaf öðru hverju fyrir- spurnir um hvað fáanlegt sé af eldri Birt- ingsheftum, því flestir nýir kaupendur vilja eignast allt sem til er af ritinu. Það er skynsamlegt af þeim, því timarit kom- ast ótrúlega fljótt í hátt verð, ef upplag þrýtur þó ekki sé nema af einu hefti. Þannig kosta 1. og 2. hefti Birtings 1955 nú þegar eins mikið hjá fornbókasölum og áskrifendur hafa greitt fyrir alla ár- ganga ritsins. Þessi tvö hefti eru sem sagt uppseld fyrir löngu hjá afgreiðslunni, og af sumum öðrum eru aðeins til fáein eintök. Þau eru ekki seld öðrum en föst- um áskrifendum og kosta sem hér segir: 3. hefti 1955 kr. 15 1. _ 1956 _ 20 1.—2. — 1957 — 50 3. hefti 1957 kr. 25 1. _ 1958 _ 25 3.—4. — — — 50 1.—2. _ 1959 — 65 3.-4. _ _ — 65 Kaupendur sem ætla að afla sér eldri hefta eru hvattir til að panta þau hið bráðasta, ef þeir vilja ekki grípa 1 tómt. Fáeinir kaupendur eiga enn ógreitt ár- gjaldið 1959, og eru þeir beðnir að gera skil hið allra fyrsta. Kaupendur í Reykja- vík geta snúið sér beint til afgreiðslunn- ar, en þeir sem heima eiga úti á landi eru vinsamlega beðnir að innleysa kröfu, sem þeim verður send fyrir árgjaldinu, eða senda það í póstávísun. I síðasta hefti Birtings slæddist sú villa inn í fyrirsögn greinar Hjörleifs Sigurðs- sonar, að þar stóð ártalið 1957 en átti að vera 1958. 34 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.