Birtingur - 01.01.1960, Side 18

Birtingur - 01.01.1960, Side 18
Það ískrar í brunnvindunni vatnið kemur upp í ljósið og blandast því titrar minning í barmafullri spöndu í tærum hringum svipmynd hlær hjá andlitinu og hverfulum vörum afmyndast hið liðna, eldist og verður annars manns eign ó hve þegar emjar sárt vinduhjólið, skilar þér aftur í hið myrka djúp hilling, fjarskinn greinist í sundur. 7. Þá er loks komið að því skáldi sem hefur nú leitt athygli heimsins að nútíma- Ijóðlist Itala: Nóbelsskáldinu Salva- tore Quasimodo. Hann er nokkru yngri en þau skáld sem fyrr voru nefnd, fæddur í Sýrakúsu á Sikiley. Sú borg var í eina tíð blómleg útborg forngrískrar menningar í vestri en hnignaði mjög eftir herhlaup fjandmanna árið 272 fyrir Krist, ein fegursta borg eyjarinnar í dag; þaðan er einnig sagnaskáldið Elio Vittorini sem hafði svipuð holl áhrif á sagnabók- menntir Itala og Quasimodo á ljóðlistina, og kynnti fyrir Itölum snjöllustu höfunda Bandaríkjanna á sínu sviði: Hemingway og Faulkner, skrifaði auk þess frægar bækur svo sem Conversazione in S i c i 1 i a, Samræður á Sikiley, raunsæar lýsingar frá þessari fögru eyju sem er hin frjósamasta allra í Miðjarðarhafi þar sem eymdin er heimsfræg og fátæktin lamar fólkið og sökkvir því í sóðaskap, siðferðisvolæði og hrekur alla þá sem kom- ast burt að leita frama sem glæpamenn í stórborgum heimsins eða lögfræðingar í Róm eða verkamenn í Mílanó, vasaþjófar eða skáld. Sikileyingar hafa getið sér frægð fyrir snilli sína að beita annaðhvort stiletto, þessum hagkvæmu meinleysislegu hnífum með lítilli fjöður til að spretta löngu mjóu blaði sem gengur svo vel á hol fjendanna þegar ægilögmál blóðhefnd- arinnar vendetta krefur, og að hinu leyt- inu að beita ritstíl til að skapa óforgengi- legar bókmenntir og skáldskap. Þaðan er líka P i r a n d e 11 o sem einnig fékk Nóbels- verðlaun, leikritaskáldið snjalla, og sagna- höfundur sem var byltingarmaður í sinni tíð. Á Sikiley mættust forðum allar helztu þjóðir sem tókust á um yfirráðin á Mið- jarðarhafi, þar sátu Grikkir lengi og fluttu hámenningu sína þangað; þess sér enn merki í dag hvarvetna um eyna: rústir af hofum og listmenjar; Rómverjar og Pún- verjar börðust um yfirráðin á Sikiley; þangað komu Arabar, Normannar, Sar- asenar, Spánverjar; þar sat einhver merkilegasti keisari hins þýzk-rómverska keisaradæmis þegar það var mest: Friðrik annar, einhver furðulegasti gáfumaður sem setið hefur á veldisstóli í álfunni á miðöldum. En Quasimodo kallar Sikiley eyju Ódysseifs. Og minnist hennar löng- um í ljóðum sínum, með þrá og söknuði: þar á hann heima, þó ungur hafi hann yfirgefið þessi heimkynni sorgar og eymd- ar og fáfræði, og horfið til meginlandsins til þess að sigra það með skáldskap. Sig- urinn reyndist ekki skjótunninn fremur en fyrri daginn þegar um stórskáld er að ræða. Quasimodo hafnaði líka í Mílanó, hinni miklu og gráu og drungalegu borg í norðri, höfuðborg hins ítalska viðskipta- lífs og iðnaðar sem getur minnt mann á ömurleika Stóra-Bretlands þegar maður kemur að sunnan úr heitu og fjörugu and- rúmslofti, svo ólíkir eru þessir starfsömu og ráðsettu og hagsýnu Italir Mílanó- borgar löndum sínum fyrir sunnan; borgin er dökk af sóti, og himinninn grúfir lágur yfir og grár af verksmiðjureyk og tíðu regni. En þar hafa hin stærstu bókaút- gáfufyrirtæki, listverzlanir og dagblöð bækistöðvar við glamrandi fleytirennur jarðneskra fjármuna. Og þangað hafa safnazt skáld og listamenn til þess að Framhald á bls. 24 16 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.