Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 28

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 28
breytir siðferðislífi fóiksins, og þegar maðurinn kemur aftur heim finnur hann ekki lengur öryggi í fyrri háttum hins innra lífs sem hafa gleymzt eða afskræmzt meðan hann glímui vio uauðann“. Hami segir ennfremur að stríðið hafi sprengt menningarhefðina og neytt mann- inn til þess að meta allt af nýju og með- an stefna menningarinnar og endurmats- ins sé ennþá á huldu: þá (segir hann) er samtal skáldsins við aðra menn mikilvæg- ara en vísindin og samningar milli þjóð- anna sem hægt er að svíkja. Hann vill opna hin blindu augu: lífið er ekki draum- ur. Hann vill vekja mennina til skilnings á því sem tengir þá. Mennirnir verða að standa saman, skilja hverjir aðra í þeirri ringulreið sem ríkir, snúast saman gegn hættunum. Ekkert er áhrifaríkara en skáldskapurinn til þess að dómi Quasimodo því: þær sterku myndir sem skáldið skap- ar knýja fastar á hjarta mannsins en heimspekin og sagan. „Skáldskapurinn er frelsi og sannleikur síns tíma og ekki abstrakt blæbrigði tilfinninganna“, segir Quasimodo nú. Höfuðskáldið Dante sem dó 1321 (60 árum síðar en Snorri Sturluson) er grundvallari ítalskrar tungu og bókmennta í enn ríkari mæli en Shakespeare í enskum bókmennt- um eða Cervantes í hinum spönsku — hann hefur löngum verið hugstæður Quasimodo sem hefur lengi lagt mikla áherzlu á hinn pólitíska þátt í Dante sem fann til í stormum sinnar tíðar eins og við heyrum oft talað um í ræðum og riti af misjöfnu tilefni. Sjálfur er Quasimodo mjög róttækur í þjóðfélagsskoðunum en fyrirlítur valdboð stjórnmálamanna þeirra sem ryðjast að skáldinu til að stýra penn- anum og leiðbeina því við listsköpunina. Hann er frjáls og sjálfstæður og í ljóð- um hans birtist mikill sannleikur þeirra tíma sem við lifum á. 26 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.