Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 11

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 11
Thor Vilhjálmsson Quasimodo Þegar Sænska Akademian veitti Salvatore Quasimodo nóbelsverðlaunin á síðastliðnu hausti var gefið í skyn að með því væri ætlunin að heiðra ákveðna stefnu eða þró- un í ítölskum samtímabókmenntum. Með þessari ráðstöfun vildu hin hæruskotnu öldurmenni sem kallast De Aderton, Hinir 18, í Sænsku Akademíunni beina ljósvarpi þeirrar heimsathygli sem fylgir Nóbels- verðlaunum að nokkrum skáldum sem höfðu ekki fordjarfazt undir jarðarmeni fasismans en þreyð Þorra og Góu liarð- stjórnarinnar með fágaðri listsköpun og voru reiðubúin þegar ánauðinni létti að beina til þjóðar sinnar verðmætum og manneskjulegum ljóðperlum með tækni sem var tamin og hnitmiðuð, öguð í leyni- legum hernaði við valdþrjóta og dólga fasismans. Hér á landi eru þessi skáld svo til ókunn. Til eru þeir sem hefur þótt nokkurt álita- mál hvort Quasimodo hafi verið bezt að verðlaununum kominn vegna þess að nokkur þau skáld sem fremst standa á Ítalíu í dag hafa náð svo langt í list sinni að það er mjög erfitt að gera upp á milli þeirra, slíkt mat yrði háð persónu- legum einkasmekk hvers og eins sem óhægt væri að styðja rökum. Þess vegna þykir mér eðlilegast að einskorða ekki þetta spjall við Quasimodo einan heldur nefna nokkur skáld sem ber hæst á Ítalíu í dag. En hvaðan koma þau? Hvað hafa þau undir fótum? Engin Evrópuþjóð byggir nútímamenningu sína á glæsilegri grund- velli forsögunnar en Italir sem áttu í menningarhefðum endurreisnartímans ein- hverja þroskuðustu ávexti sem nokkur Evrópuþjóð hefur eignazt. Á öllum sviðum menningar náðu ttalir forystu á þessu skeiði sem náði frá þrett- ándu fram á sextándu öld. Hér er ekki tóm að tala um það. En allt fram á þenn- an dag hafa ítalir átt erfitt að brjótast út úr skugganum af hinum himinháu af- Quasimodo og ítölsk nútíma Ijóölist Birtingur 9

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.