Birtingur - 01.01.1960, Page 10

Birtingur - 01.01.1960, Page 10
einar bragi endurfundir heimkominn úr langferð horfi ég á lækinn og lækurinn á mig ég spyr um orsök áráttu hans að snúa jafnan aftur í ósnum með auðlegð djúpsins og hann svarar með gagn- spurningu: hvers vegna ég sé snúinn heim til hans með aleigu mína þannig horfumst við í augu feimnir og þegjum lengi saman unz hann segir hæversklega: hæðstu ekki að mér með því að kalla þá auðlegð þessa steina sem einhver fleygði hugsunarlaust í straum- inn og vatn hefur sorfið á ýmsa vegu hvað ætti þá að nefna það sem ég hef sótt um langan veg, svara ég og fer hjá mér: þessar örður sem aldrei komu í vatn og hafa ekki sér til ágætis annað en geta skipt litum eftir því hvernig þær snúa við sól eða stjörnum þá getum við ekki varizt brosi lengur yfir hlálegri örbirgð okkar ég leysi frá skjóðu minni og hvolfi úr henni í lækinn, geng síðan hægt í átt til gistihússins þegar ég lít um öxl á miðri leið sé ég lítinn snáða standa á lækjarbakkanum og horfa á völur mínar velta 8 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.