Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 13

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 13
voru mjög dýrkuð, persónur þeirra ekki síður en ljóðin. Einkum kunni D’Annunzio lagið á því að vekja á sér athygli og sveipa sig slæðum og glitvefnaði goðsögunnar. Hann barst mikið á og naut þess innilega að ganga fram af hugmyndasnauðum hetjudýrkendum sem höfðu yndi af því að sjá út um skráargat smáborgaraskap- arins einhvern sprelligosa brjóta hin þrælkandi siðalögmál sem eru í senn kast- ali þess sem skortir ín.yndunaraflið og dýflissa. D’ Annunzio óð uppi, heillaði konur með spjátrungshætti og úrkynjuð- um skáldskap og kórónaði feril sinn með því að beita sér fyrir herhlaupi ítalskra sveita til Trieste eftir fyrri heimsstyrj- öldina, leikandi einhverskonar ofurmenni og hetju. 2. En þegar tugur var af öldinni tóku yngri skáld að skjóta niður þessa spilaborg og brátt einkenndust hinar yngri bókmenntir Itala af uppreisn gegn D’ Annunzio-and- anum og hetjudýrkuninni. Skáldstefna sem var kölluð C r e p u s c o 1 a r i s m o eða Rökkurstefnan kom fram: skáldin vildu færa ljóðlistina nær virkum dögum lífsins, tóku upp samræðumálfar og látleysi snerpt með hæðni íbland. Síðan komu F ú t ú r - i s t a r og gáfu út stefnuskrá sína 1909 með miklu brambolti undir forystu Mari- netti. Um þá stefnu má segja svipað og um Súrrealismann í Frakklandi að í anda og innan viðja hreyfingarinnar urðu ekki varanleg verk til en báðar þessar hreyf- ingar höfðu ákaflega örvandi áhrif á list- sköpun síns tíma og gætir enn. Efnileg skáld voru í tengslum við báðar þessar hreyfingar á ungum aldri og sköpuðu síðar verðmæt listaverk þegar þau voru sloppin út úr félagsbúinu. Fútúrista- stefnuskráin er furðulegt ofstopafullt plagg þar sem fyrst og fremst vakir fyrir höfundum þess að hneyksla, espa fólk upp og vekja á sér athygli. Það er ekki laust við að þess sjái merki í fyrsta stóra verki Laxness Vefaranum mikla frá Kasmír að hann hafi kynnt sér fútúrismann eins og reyndar líka súrrealismann. Marinetti for- ingi fútúristanna var frakkur æsinga- maður og endaði sem hirðfífl fasistanna. 1 þessu liði var Papini um skeið en sneri við fútúristum bakinu og skrifaði skömmu íyrir heimsstyrjöldina stórmerka reikn- ingsskilabók: Un uomo finito, sem þýðir: Búinn að vera. Papini var stór- gáfaður sjálfsdýrkandi, ég efast um að hann hafi skrifað nokkra setningu þar sem orðunum var ekki tyllt utan á 1. persónufornafnið: ég. Benedetto Croce áhrifamesti heimspekingur ítala á þessari öld var spurður álits á Papini. Hann er uomo finito: hann er búinn að vera, sagði Croce. Þetta frétti Papini, angistin þrykkti stimplum sínum á hans ófríða andlit, hann tekur hatt sinn og staf og þaut upp í fjöll án þess að þurrka af gleraugunum og linnir ekki látum fyrr en hann er bú- inn að rekja allar hugsanir sínar frá því hann var undrabarn í vöggu fram að þessum voðalega dómi. Hvílíkt mælsku- flóð! En sá urmull hugmynda og gnótt þekkingar sem þessi maður þyrlaði í kringum innfjálga og glæsilega sálarang- ist sína. Þá hafði hann hamazt við að hrinda öilum goðum af stalli, mölva helgi- skrínin. En á efri árum gerðist hann stríðsmaður kaþólskrar kirkju án þess þó að hlíta nokkurntíma kirkjulegum aga og dó fyrir nokkrum árum. Áðurnefnd bók Papini hafði sterk áhrif á Laxness ungan þegar hann var að heyja trúarlega styrj- öld, skrifa Vefarann mikla frá Kasmír suður á Sikiley. 3. Á Sikiley. Þaðan er einmitt Nóbelsverð- launaskáldið: Quasimodo. En áður en við snúum okkur að honum er rétt að nefna Birtingur 11

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.