Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 32

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 32
Með hliðsjón af því: að allir sæmilegir menn í auðvaldsríkjum — rithöfundar ekki hvað sízt — keppast við að efla hvers konar menningarskipti þjóða í milli, er fáránlegt að halda því fram, að allur þorri vestrænna rithöfunda fylki liði með borgurunum til að verja gamla menningu gegn áhrifum og þróun. Satt er það: rit- höfundar standa yfirleitt vörð um hið bezta í menningu sinna þjóða (og eiga fyrir það heiður skilið, ekki last). En þeir fylkja ekki liði með borgurunum til að verja gamla menningu gegn áhrifum og þróun (enda væri það dálítið einkenni- leg menningarvörn), heldur fylkja þeir liði g e g n borgurunum til að verja þjóð- menningu heimalands síns fyrir tortím- ingaröflum deyjandi hagskipulags. Ég hef einhvern tíma líkt auðskipulaginu við sökkvandi ræningjaskip og hinu lífvæna í borgaralegri menningu við bjarthærða stúlku, sem ránsmennirnir loka inni, þeg- ar þeir finna hvað að fer, og reyna að tortíma. En fúnir veggir fangaklefans liðast í sundur undan átökum djúpsins, fanginn sleppur og er hinn eini af áhöfn- inni sem fiskimennirnir bjarga upp í bát sinn. Viðhorf mitt hefur ekki breytzt við að lesa grein Hannesar Sigfússonar. I 4. lið felst þetta, þegar umbúðirnar hafa verið teknar utan af: vestrænir rithöf- undar munu fremur velja sósíalisma en stikna ásamt öllum jarðarbúum öðrum í eldi vetnissprengjunnar. Er vandséð hvor- um er vafasamari heiður sýndur með slík- um komplímentum, sósíalismanum eða vestrænum rithöfundum. 1 3. lið voru rithöfundar tengdir borgara- legri menningu sterkum böndum. f 5. lið eru þeir sem stétt sagðir í m j ö g 1 a u s u m tengslum við borgarastéttina, og hið eina sem bindur þá við borgara- lega menningu er nú að sögn Hannesar: einstaklingshyggjan. Hún er sem sagt hið sterka band, enda kemur hún ekki einþætt af snældunni: I Einstaklingshyggja borgaranna er: „frelsi einstaklingsins til að troða öðrum um tær“ (bls. 13) II Einstaklingshyggja rithöfunda er: „hið andlega frelsi einstaklingsins, og þá fyrst og fremst frelsi rithöf- undanna til að skrifa eins og þeim býr í brjósti“ (bls. 13) III Einstaklingshyggjan bindur vest- ræna rithöfunda við borgaralega menningu (sbr. 5. lið) IV „Einstaklingshyggja og andlegt frelsi er sitt hvað“ (bls. 14) V „Einstaklingshyggjan er afsprengi borgaralegrar menningar, og hlýtur að úreldast með henni“ (bls. 14) VI Einstaklingshyggja rithöfunda skv. lið II veldur því, að þeir afneita kommúnismanum, eða með orðum Hannesar: „Þeir afneita kommún- ismanum af ótta við andlega frelsis- skerðingu (af ótta við að þeir megi ekki halda áfram að hugsa eins og borgarar og „einstaklingshyggju- menn“) (bls. 15) VII Einstaklingshyggja borgaranna veld- ur því, að rithöfundar afneita kapí- talismanum: „þeir afneita sömuleið- is flestir kapítalismanum ..., af því einstaklingshyggja hans getur ekki samrýmzt siðgæðishugsjónum þeirra" (bls. 15) VIII Einstaklingshyggja rithöfunda hróp- ar á: „Frelsi einstaklingsins" (í raun réttri: frelsi til kúgunar og skáld- skapar)“ (bls. 16) IX Einstaklingshyggja rithöfunda hróp- ar einnig á: „Mannúð“ ... „En sú mannúð ... gildir helzt þegar and- stæðingar auðvaldsskipulagsins sýna hörku“ (bls. 16) X Loks mætti kannski geta þess: „að krafan um andlegt frelsi er sígild og á sízt betur heima 1 kapí- 30 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.