Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 17

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 17
eftir T. S. Eliot, var þá nýlega komið út. Enda þykir vera skyldleiki með þessum skáldum tveim. Sterk einangrunar- og einmanakennd ríkir í verkum Montale sett fram með vitsmunalegum strangleik, einkum framan af. Talað hefur verið um landslag á tunglinu í sambandi við þær myndir sem hann bregður upp í ljóðlist sinni: váleg birta opinberar nakta kletta þar sem annarlegir skuggar standa skelfi- lega kyrrir líkt og við sólmyrkva en mann- eskjan villist í sálarháskanum meðan fjarlægur stormur gnýr í lofti, hann segir frá lífskröm mannsins í ómælisvíddum eyðileikans. En hann er sterkur í bölsýni sinni, þar eru engir kveinstafir né sút. Hann yrkir ekki um II Dolore eins og Ungaretti sem óttaðist svo mjög dauð- ann og var skáld skipbrotsins og þjáning- arinnar. Montale talar um „mal de vivere“, hve manninum er óhægt í lífi sínu. Hann getur ekki sætzt við öfl tilverunnar né náð inn í dulhelgi hennar. Hann er lok- aður úti í einsemd. Vílið er þó fjarri þessu skáldi. Tilveran er þrátt fyrir allt þrungin leyndardómsfullu lífi sem býr yfir óend- anlegum möguleikum þótt mennirnir eigi svo örðugt að tengjast því vegna þeirra skapa sem eru „mal de vivere“, lífskröm- in. Hamingjan kann að birtast manneskj- unni í hillingum fremur en raunveruleg sæla, helzt fær það bjargað henni sem Montale nefnir „la divina indifferenza", hið guðdómlega æðruleysi. Frægasta ljóða- bók Montale kom fyrst út 1925 og aukin útgáfa 1931: Ossi di seppia, Bein kolkrabbans: það er sú skepna sem spýtir bleksvörtu þegar háski steðjar að. Aðrar helztu bækur hans sem ég veit um eru Le occasioni 1939, Tækifærin, og F i n i s t e r r e 1943, Heimsendir. Loks er nýkomið ljóðasafn sem nefnist La bu- fera e altro, Fellibylur og fleira. Þá bók hef ég ekki séð en nýverið lesið mikla lofstafi um hana eftir frægan franskan gagnrýnanda og skáld André Pieyre de Mandiargues sem segir að aldrei hafi ljóð- hst Montale verið voldugri né tærari en í þessari ljóðabók. Með árunum hefur Ijóðlist Montale færzt nær mannúðinni. Hann er alltaf nýstárlegur og ferskur, er alltaf að koma lesandanum að óvörum, gera til hans nýjar kröfur. Hann krefst næmleika og einbeitingar. Menn dotta ekki yfir bókum hans, annaðhvort þeyta þeir frá sér bókinni í upphafi og grípa hinar kröfulausu værðarbækur sem vagga við- skiptamönnum sínum í hægindum hins gamalkunna, — eða sökkva sér í skáldskap- arheim þennan og ferðast þar um hið kyn- lega myndtöfraða land hlítandi segulkrafti torræðra teikna sem eru letruð hvarvetna á veggi, steina, jörðina, í gárum brunns- ins sem þú lýtur yfir; þar mætast í eins- konar tímalausum tíma leiftursýnir úr fortíð með dularfullum framvísandi hug- blæ spásagnar um það sem á eftir að koma. Stundum eru hillingasýnir um framtíð bundnar við nákvæmlega teikn- aða minningu um einn ákveðinn dag sem skáldið lifði, fléttað saman eins og tré sem golan bærir og spegilmynd þess í streymandi fljóti, í vatni sem þýtur burt líkt og á flótta meðan myndin er kvrr með sínum eigin hreyfingum fyrir and- blænum. Undir hjúpi hins bölsýna heim- spekilega viðhorfs býr skáldskaparfegurð sem seint þrýtur þann sem sökkvir sér í lesturinn, ekki má ég dvelja lengur við þetta skáld þótt freistandi væri: Cigola la carrucola del pozzo 1’ acqua sale alla luce e vi si fonde Trema un ricordo nel ricolmo secchio nel puro cerchio un’ immagine ride. Accosto il volto a evaneschenti labbri: si deforma il passato, si fa vecchio appartiene ad un altro ... Ah che giá stride la ruota, ti ridona all’ atro fondo, visione, una distanza ci divide. Birtingur 15

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.