Birtingur - 01.01.1960, Síða 33

Birtingur - 01.01.1960, Síða 33
talísku en kommúnísku þjóðfélagi; að hún er alþjóðleg og eilíf, og að það verður sífellt að bera hana fram við a 11 a valdhafa . ..“ (bls. 14). — Þessi endaliður ormsins minnir hreint ekki svo lítið á oi’ð þjóðkunns fræðimanns um leið og hann stóð upp frá prófborði í náttúrufræði: Það sakar kannski ekki að geta þess, að bandormurinn andar með húðinni. Eins og menn sjá er einstaklingshyggjan ekki snúin úr neinum bláþráðum. Þó er enn eftir að geta hins stórkostlegasta: „þrátt fyrir allt“ — kröfu rithöfunda um frelsi til að skrifa eins og þeim býr í brjósti, samstöðu þeirra með borgurunum við vörn gamallar menningar, ótta þeirra við að mega ekki halda áfram að hugsa eins og borgarar, áhuga þeirra á frelsi til kúgunar og skáldskapar, afneitun þeirra á kommúnisma og kapítalisma plús samúð með þeim sem andstæðingar auð- valdsskipulagsins beita hörðu, já þrátt fyrir einstaklingshyggjuna eins og hún leggur sig — „er ekki ástæða til að ör- vænta um framtíð vestrænna bókmennta“, því rithöfundarnir hafa eftir allt saman: „ekki glæpzt á slagorðaflaumi hins vest- ræna stjórnmálaáróðurs að neinu marki“ „þó að síbyljur áróðursins hafi“ (fimm línum síðar) „gert flestum myrkt fyrir augum um stund“ (bls. 16) Til er saga af sænskum presti, sem útlist- aði kvalir helvítis af þvílíkum sannfæring- arkrafti, að sóknarbörnin titruðu af skelf- ingu, unz hann sló botninn í ræðu sína með þessari setningu: Men det lár vara lögn det hela (en þetta kvað allt vera hauga- lygi). Eins leggur Hannes líkn með raun. Og mikil ósköp held ég mörgum vestræn- um rithöfundi létti við hughreystingarorð hans — einmitt þegar útlitið var hvað svartast. Hannes segir á einum stað, að aldrei hafi „verið brýnna en nú að sérhver rithöf- undur beiti áhrifum sínum og hæfileikum til að greiða úr hugmyndaflækjum stjórn- málamanna“. Það er vel mælt. En hver á að greiða úr hugmyndaflækjum rithöf- unda, sem ramviltir eru orðnir í gerninga- þoku pólitísks áróðurs? Ekki er mér fyllilega ljóst, hvort Hannes á við einstaklingshyggju borgara eða rit- höfunda í lið V. Sé átt við hina fyrri — frelsi til að troða öðrum um tær — finnst mér dálítið skrýtið að kalla hana menn- ingarafsprengi. Sé átt við þá seinni — það er að segja: kröfuna um andlegt frelsi einstaklingsins, og þá fyrst og frems frelsi rithöfunda til að skrifa eins og þeim býr í brjósti — kemur hreint ekki til mála, að hún úreldist með borgaralegri menningu, því „krafan um andlegt frelsi er sígild ... alþjóðleg og eilíf“ samkvæmt lið X. Lítum á hvað Hannes boðar í framhaldi af lið V: „Eftir því sem tækniþróuninni fleygir fram og störf og menntun þegnanna verða margbrotnari og sérhæfðari, verður æ augljósari þörf samvirkra þjóðfélagshátta, og sérgildi einstaklingsins minnkar að sama skapi“. Um þörf samvirkra þjóðfélagshátta er óþarft að deila. Hitt kemur mér spánskt fyrir sjónir, ef „sérgildi einstaklingsins minnkar að sama skapi“ sem „störf og menntun þegnanna verða margbrotnari og sérhæfðari". Eftir því að dæma ætti sérgildi manns, sem vinnur með skóflu að skui-ðgrefti við hundraðasta mann, að vera meira (væntanlega 100 sinnum meira) en sérfróðs stjórnanda margbrot- innar skurðgröfu sem skilar hundrað manna starfi. Fer þá sérgildið til fjand- ans um leið og hann kastar frá sér skófl- unni og lærir tök á skurðgröfu, sem leysir 99 félaga hans frá erfiðu starfi? Birtingur 31

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.