Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 31

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 31
gáfustarfsemi, trúir þeim fyrir stjórn Tímaritsins í trausti á dómgreind þeirra, þekkingu og heiðarleik og greiðir þeim góð verkalaun. Það á kröfu á hendur þeim, að þeir veiti því hlutlæga fræðslu um bók- menntir og leggi á þær skynsamlegt mat, en ekki öfugt. II. „Hækkaðu róminn — hugsunin er veil“. Þegar Hannes hefur í stað þess að dæma vestræna rithöfunda af verkum þeirra sjálfra búið þá í snatri löstum hinna 14 fordæmdu, tekur hann að kyrja yfir þeim dómadagsræðu á grundvelli hinnar upp- diktuðu forsendu. Ég hef leitað að ljósri meginhugsun í því máli, en það var jafn- an eins og að reka stafinn sinn í þokuna. Hér eru nokkrir efnisliðir: 1. Sósíölsku ríkin keppast við að leggja grundvöll að nýrri menningu, og eru áhrifasvæði hennar stöðugt að stækka. 2. Borgaraleg þjóðfélög fylkja liði til að verja gamla menningu gegn áhrifum og þróun, og er áhrifasvæði hennar stöðugt að þrengjast. 3. Allur þorri vestrænna rithöfunda er tengdur hinni borgaralegu menningu sterkum böndum og fylkir liði með borgurunum til að verja hana, þegar framtíð hennar er í veði. 4. Ef um það verður að velja, að sósíal- isminn vinni sigur yfir hinni borgara- legu menningu eða vetnissprengjan verði höfð á oddinum um alla framtíð og henni beitt þegar allt um þrýtur, þá munu vestrænir rithöfundar áreiðanlega flestir velja sósíalismann. 5. Sem stétt eru rithöfundar yfirleitt í mjög lausum tengslum við borgarastétt- ina. Hið eina sem í rauninni bindur vestræna rithöfunda við borgaralega menningu er einstaklingshyggjan. I 1. og 2. lið er talað eins og menning sé flík sem menn kasti í glatkistuna fljótlega eftir að skipt hefur verið um hagkerfi í einhverju ríki, fái síðan aðra nýja af nál- inni. Svona einfalt er nú málið ekki. Hið syngjandi tré menningarinnar á sér djúpar rætur, og á því eru margar grein- ar. Þótt breytt sé um þjóðfélagsform, „ymur hið aldna tré“. Því vaxa nýir sprotar, en ekki fellir það þegar öll hin eldri blöð fyrir því, sum þeirra fellir það aldrei: það stendur víst alls ekki til að gera Beethoven brottrækan úr Moskvu. Við höfum fyrir því orð Erenburgs í sama hefti Tímaritsins og grein Hannesar birt- ist í, að ýmsir nútímahöfundar hinna kapítalísku Bandaríkja njóti mikilla vin- sælda í Sovét og jafnvel hinn „úrkynjaði“ abstraktmálari Picasso hafi fengið sína 600.000 áhorfendur. Ég hef ekki enn séð viðhlítandi skilgrein- ingu þeirra hugtaka sem Hannes notar eins og þau væru endanlega skýrð og aug- Ijós hverju barni: borgaraleg menning, sósíölsk menning (og hann varpar sannar- lega ekki yfir þau nýju ljósi, heldur þvert á móti: hylur þau sem rækilegast „hnatt- þokum heilans“). Fullvíst er að menning- arsvæðin, sem hann talar um eins og þau væru skýrt aðgreindar skákir, eru hvergi nærri eins hreinræktuð né afmörkuð og hann lætur: margt í hinni „gömlu menn- ingu“ mun lifa og blómgast sem aldrei fyrr í samvirku þjóðfélagi, og margt í hinni „nýju menningu“ á sér enga fram- tíð (sumt af því er raunar eldra en erfða- syndin og löngu dautt í borgaralegum þjóðfélögum, sbr. byggingarlistina); milli menningarsvæðanna eiga sér stað stöðug víxláhrif: í fullvissu um að menningin sé ein og ódeilanleg leitast allir góðir menn við að magna þessi áhrif og örva eftir föngum til framdráttar menningu þjóðanna beggja megin tjalds. Sú við- leitni er veigamesti þátturinn í andófi þjóða gegn móðursýki kalda stríðsins, sem mér sýnist Hannes Sigfússon hafa orðið átakanlega að bráð. Birtingur 29

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.