Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 5

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 5
Og enn er skáldið meðal okkar, meðal manna þess tíma, klætt sjúkleika sínum . . . Einsog sá sem hefur sofið í rúmi brennimerktrar konu, og hann er allur blettóttur af því, Einsog sá sem hefur stigið í umhellt fórnarvín, og hann er sem flekkaður af því, Maður þungt haldinn af draumum, maður sem hefur orðið fyrir guðlegri smitun, Ekki einn af þeim sem leita ölvunar í hampgufunni, einsog Skýþi, né kenndar af einhverri eiturjurt — fríðleiksfrú eða hænugrasi, Einn af þeim sem mikils meta hnöttótt korn Ologí-blómsins, sem étið er í Amazóníu, Jagí, klifurjurt fátæklinganna, sem birtir ranghverfu hlutanna — eða jurtina Pí-lú, Heldur gætir vel skýrleika síns, afbrýðisamur um áhrif sín, og beinir Ijóst í vindinn hásuðri sjónar sinnar: „Ópið! nístandi óp guðsins! heltaki það okkur í mannmergð, ekki inni í herbergjunum, Og sem mergðin hefur dreift því, megi það endurhljóma í okkur út að takmörkum skynjunarinnar . . . Dögun máluð á veggina, slímug í leit að ávexti sínum, gæti ekki glapið okkur frá slíkum særingum Og enn er skáldið á meðal okkar .. . þessa stund sem ef til vill er hin síðasta, þessa mínútu, þetta andartak! . . . Og við höfum svo nauman tíma til að fæðast á þessu andartaki! .. Og á þessari yztu þröm biðarinnar, þegar loforðið sjálft grípur andann, Væri ykkur betra sjálfum að halda andanum . . . Og Sjáandinn, fær hann ekki sitt tækifæri? Hlustandinn sitt svar? . . ." Skáld enn á meðal okkar . . . þessa stund sem ef til vill er hin síðasta . . . einmitt þessa mfnútu! . . . þetta andartak! . . . — „Ópið! nístandi óp guðsins yfir okkur!"

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.