Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 14

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 14
þrístirni skáldlistar sem er rétt á undan Quasimodo og eiga öll þau skáld sitthvað sammerkt með honum, öll hafa þau líka verið nefnd af aðdáendum sínum til þeirr- ar vegsemdar að hljóta Nóbelsverðlaun áður en þau voru veitt Quasimodo. Þessi skáld eru Umberto Saba, Ungaretti og Montale. öll fara þessi skáld inn á nýjar leiðir. Þau snúa bakinu við hávaða- mönnunum og eru hófsöm og hnitmiðuð í list sinni: hvert orð verður að eiga sér innistæðu, vera gulltryggt. Tilfinningarn- ar verða að standa djúpum rótum í brjósti skáldsins, vaxa úr brjósti þess út í heim- inn eins og undarlegt blóm, og vera svo djúprættar að það sé ekki hægt að kippa blóminu upp án þess hjarta skáldsins fylgi í greip rótanna. Fyrir þeim er skáldskap- urinn innri reynsla sem skáldið rækir með strangleik meinlætamannsins — nú eru flugeldasýningarnar úti, ökuferðirnar í opnum vagni á strandgötum með kampa- vínsglas í hendi og lárviðarsveig til að vingsa á montpriki — það hæfir ekki þessum skáldum. Þau hreinsa ljóðmálið, skera burt hina sjúku vefi skáldskapar- tízkunnar, stugga burt íburðarmiklum slagorðum og vélrænum orðatiltækjum. Form þeirra er vandað og fágað, oft þröngt og meiningarnar liggja ekki á lausu. Sum ljóðin eru líkt og lokuð þang- að til þau hafa fengið að liggja í huga lesandans, geymd í minninu: þá ljúkast þau skyndilega upp og seytla um hugar- sviðið í nýju ljósi og geðblæ sem ekki verður færður á skýrslur. Stefna þessi var kölluð Hermetisminn, hún drottnaði frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar fram að hinni síðari: þessir þrír menn sem voru nefndir voru raunar höfuðskáld þeirrar stefnu, og síðar Quasimodo. 4. Kannski leyfist mér að greina þessa menn ofurlítið í sundur eftir að hafa fellt þá hér saman í skilgreiningu: Umberto Saba bjó í Trieste mestallan aldur sinn, dó 78 ára árið 1957, og hafði lengstum verið lítt kunnur meðal landa sinna þótt hann væri eitt höfuðskáld tímans. Faðir hans hljópst á brott áður en sveinninn fæddist. Móðir hans var Gyðingur og hann hélt því mjög á loft. Bæði þess vegna, og vegna þess að ljóðlist hans átti ekki við yfir- gangsskepnur fasistanna, var hann ein- angraður allt til styrjaldarloka, lifði á því að reka fornbókasölu þar sem skrafhreifir menn máttu sitja lon og don og skrafa án þess að þurfa nokkuð að kaupa. 1935 var hann um skeið fangelsaður af fasistum, og ekkert fékk hann að gefa út frá því valdaskeið fasistanna hófst þar til þeir voru hraktir frá völdum. 1935 orti hann 52 ára gamall á þessa leið í lauslegri og óskáldlegri þýðingu minni: Un tempo la mia vita era facile. La terra mi dava fiori e frutta in abbondanza. Or disodo un terreno secco e duro. La vanga urta in pietre, in sterpaglia. Scavar devo profondo, come chi cerca un tesoro. Sú var tíð að ég lifði góðu lífi. Jörðin gaf af sér gnótt af blómum og ávöxtum. Nú má ég erja þurra og harða mold. Skóflan skellur á grjóti. Grafa má ég djúpt, líkt og sá sem leitar að geymdum sjóði. En skyndilega varð ftölum ljóst að þetta var eitt mesta skáld þeirra þegar Saba hlotnaðist að rjúfa þögnina eftir tuttugu og fimm ár: þá var gefin út sex hundruð blaðsíðna ljóða- eða söngvabók hans: Canzoniere, árið 1946. Allan tímann sem honum var bannað að birta ljóð sín hafði hann haldið áfram að yrkja og auðga 12 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.