Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 40

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 40
Um hjarta okkar þvert er hræelduð víglínan dregin en orrustan geisar í heitu höfði okkar í miðju hverju landi lýstur fylkingum saman og sérhvert lágt hús er sundurtættur vígvöllur óvona og vona — þannig er þetta vor er tré lifa í ljósi og þjótandi vindsveip stöðug í stormi iðandi í andvara kvöldsins — hvar mætti geymast á hausti þeirra dæmi? Um hjarta okkar þvert, segir skáldið að vísu, — en ... orrustan geisar í lieitu h ö f ð i okkar ... Þar kynni að vera skýr- ing á sérstöðu Sigfúsar Daðasonar sem skálds, og í II. kvæðinu um orðin: orð eru dýr ... Tré lifa í 1 j ó s i, en ekki eldi! „Þessvegna minn kæri, ef þú yrkir á morgun ljóð sem tjáir fyllilega í hugsun og formi vanda okkar tíma, þá hefurðu ort „nútímaljóð“, enda þótt það kunni að stríða í einu og öllu gegn þeim lögmálum sem þú hefur játað hingað til“. (Úr grein Sigfúsar: „Að skilgreina ,,nútímaljóð“.“) Og nútímaljóðið, bezta nútímaljóðið? Það er óefað lengsta kvæði bókarinnar, hið mesta í öllum skilningi: nr. XIV: Hvílíkar lygar hvílík óheilindi hvílík söguleg stórslys. Ég hef heyrt menn bera því við, að þeir áttuðu sig ekki á því, þetta ljóð væri dá- lítið torskilið. Það er vissulega tímanna tákn: að nakinn sannleikur sé torskilinn! Og hinsvegar: að nakinn sannleikur sé æsilegur skáldskapur! Án allra listbragða, án hverskonar tilgerðar — enda væri hann að öðrum kosti ekki nakinn. Þetta mikla kvæði er algilt dæmi um það, hve undar- lega tilbrigðileg lögmál geta ríkt um skáld- skap. Berið þetta kvæði saman við ljóð íslenzkra höfuðskálda þessarar aldar, Ein- ars Ben., Stefáns, Davíðs, Jóhannesar, Tómasar, Guðmundar Böðvarss., Steins, Snorra, — það er vissulega mjög fróðlegt: eiginleikar þess eru ekki glæsilegur bún- ingur, þróttmikið málfar, listrænar sam- líkingar, en kostur þess er sá hversu um- búðalausan og hnitmiðaðan sannleik það flytur. Og veitum því athygli, að ef sann- leikur þess hefði verið settur fram í öðru formi (eða á öðrum tíma), hefði hann orðið annar sannleikur og miklu hæpnari, ef ekki hrein lygi. Nútímaljóð hafa að sjálfsögðu verið ort á íslandi á öllum tímum, — nútímaljóð í þeim skilningi að þau hæfðu sínum tíma og gerðu vandamálum hans skil. En ég hef áður látið þess getið hér í Birt- ingi, að mér þætti „modernisminn“ í ís- lenzkum skáldskap, sem haldið hefur ver- ið töluvert á loft nú um sinn, ekki vera nógu „moderne" — að íslenzkur nútíma- skáldskapur væri varla annað en nafnið tómt. Formbyltingin er staðreynd, — en er það ekki allt og sumt? Ég bendi unnendum nútímaljóðsins ein- dregið á Hendur og orð Sigfúsar Daða- sonar. Ljóð hans eru meira en nýbreytni forms. Gildi þeirra er fyrst og fremst sannleiksgildi — hið þýðingarmesta gildi skáldskapar á öllum tímum. Hannes Sigfússon. 38 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.