Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 35

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 35
ríkjunum er hvorttveggja frelsið skert, eða öllu heldur: . .. frelsið til að hafa náungann að féþúfu afnumið með öllu, hið síðara“ — þ. e. andlegt frelsi ein- staklingsins, og þá fyrst og fremst frelsi rithöfunda til að skrifa eins og þeim býr í brjósti — „sveigt undir vilja og þarfir ríkisheildarinnar samkvæmt því lögmáli, að allir þegnar þjóðfélagsins verði að einbeita sér að því að hraða uppbyggingu sósíalismans ...“ Röksemdafærslan er þessi: ef öllum mönn- um einhvers þjóðfélags er bannað að stela, nokkrum hluta þegnanna þar að auki bannað að tala, munu þeir sem máls er varnað sameinast þjófgefnum mönnum í baráttu gegn máttarstólpum slíks þjóð- félags: þannig sameinast sjónarmið þjófa og þeirra sem krefjast málfrelsis (og þá jafnframt þessar tvær stéttir). í þessari gullvægu rökfærslu er ein bagaleg veila: að áður hefur verið upplýst, að þeir sem heimta málfrelsið afneita sjónarmiði þjóf- anna, af því að það samrýmist ekki sið- gæðishugsjónum þeirra (sbr. lið VII). Niðurstaðan verður því: vestrænir rithöf- undar vilja, að mönnum sé bannað að stela en leyft að tala. Það er hin mikla ávirðing, sem krossfarinn er kallaður til að uppræta. 7. „Engum er Ijósara en rithöfundum hve ófrjótt og hættulegt það er að reisa skorður við andlegu frelsi“ (bls. 14) Víst er um það. En hvaða akkur er þá sósíalismanum í að sveigja t. d. frelsi rit- höfunda til að skrifa eins og þeim býr í brjósti undir vilja og þarfir ríkisheildar- innar á tímum, þegar allir þegnar þjóðfé- lagsins verða að einbeita sér að frjóu upp- byggingarstarfi ? Eru líkur til, að rithöf- undar skili þá betra verki fyrir þjóðar- heildina? Telur Hannes sovézkar bók- menntir sanna það? Mig langar enn fremur til að vita: hverjir úrskurða hvað sé vilji og þarfir ríkis- heildarinnar? Það skyldu þó ekki vera stjórnmálamennirnir? Ef það kæmi nú einmitt á daginn: hver er þá orðin að- staða rithöfunda til að rækja það hlut- verk, sem Hannes telur brýnast — að beita hæfileikum sínum til að greiða úr hugmyndaflækjum stjórnmálamanna? Væri ekki rithöfundum hreinn voði vís, ef stjórnmálamennirnir hefðu þar að auki sér við hlið vikalipra bókmenntakommiss- ara til að gylla hugmyndaflækjurnar sem hina einu skýru hugsun, kaldrifjaða met- orðadýrkendur sem köstuðu sér eins og grimmir úlfar yfir hvern þann starfs- bróður sinn sem tæki sér rétt til að skrifa eins og honum býr í brjósti? Hafi eitthvað þessu líkt komið fyrir (og það reynir Hannes ekki að dylja), hvernig rökstyður hann þá: að ótti rithöfunda við andlega frelsisskerðingu sé aðeins ótti við að mega ekki halda áfram að hugsa eins og borgarar, að ki’afa þeirra um frelsi til skáldskapar sé í raun réttri sama og krafa um frelsi til kúgunar? 8. „... ef veiklundaðri maður en Stalín hefði stjórnað þessu víðlenda ríki á ör- lagaárum sósíalismans, hefði nazistun- um tekizt áform sitt“, segir Hannes á bls. 17 — og enn fremur: „Húmanistar eiga í rauninni um tvennt að velja: að viðurkenna afrelc Stalíns og þakkarskuld sína við hann, eða harma ósigur nazistanna“. Hannesi er tæplega ókunnugt, að ófræg- ingarherferðin gegn Stalín á upptök sín hjá öðrum en vestrænum rithöfundum, að fordæmingarmessan yfir honum dánurn hefur verið sungin hvað skörulegast af lærisveinum hans og samherjum í Sovét. Það hefur gengið mjög erfiðlega að fá sanna og samhljóða vitnisburði frá sovézk- um kommúnistum um það, í hverju af- rek Stalíns sé fólgið. Hannes þyrfti því Birtingur 33

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.