Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 27

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 27
um, bændasynir og berfætta öreigaæska sem var klædd í hermannastígvél og forð- að frá atvinnuleysi með fáránlegu og glæp- samlegu stríði fyrir föðurlandsblekkingu fasistanna, drifin upp í járnbrautarlestir á nýjum brautarstöðvum þar sem var ný- búið að banna að hrækja á brautarpall- ana eins og það var bannað með auglýs- ingaspjöldum að hrækja á gólfið í kirkj- unum: þeir fóru húrrandi af stað þessir ungu menn og rönkuðu við sér í skothríð- inni eóa í íyrirskipuðum hermdarverka- leiðöngrum gegn alþýðufólki sem var eins og þeir sjálfir í erlendum þorpum og borg- um og síveitum, þeir hrukku upp og spurðu: hví í ósköpunum þeir ættu að láta hafa sig í að tortíma þessu fólki sem var saklaust eins og þá langaði sjálfa til að geta verið; mættum við þá biðja um að fá að bursta syngjandi skó samborg- aranna heima í Napólí, Barí eða Orvíetó eða erja jörðina í Lúkaníu eða sendast fyrir bakarann í Borgo San Sepolcro. Þjóðin vaknaði upp undir hinu svívirði- lega teikni fasismans með samvizkukvaiir og vissi að hún vildi ekki vera morðingja- handbendi, vildi ekki berjast, ekki drepa á vegum félagsbundinni blekkinga. Musso- lini var steypt í júlí 1943 og ofsafengin átök geisuðu þar til frelsisdagurinn kom 25. apríl 1945. Skæruliðar risu upp um alla Ítalíu til þess að berjast með herjum bandamanna og áttu nú ekki lengur við innlent fasistaofbeldi að sitríða heldur hernám þýzkra nazista. T þeim átökum dó fagurkerastefna Her- metistaskáldskaparins. Skáldin hrifust með í þjóðlífsbyltingunni og voru- í fylk- ingarbrjósti hinna miklu reikningsskila fyrir dómi samvizkunnar. Á neyðarstund- inni sameinuðust skáldin alþýðu lands síns, ortu um ógnir og skelfingu sem styrjöldin steypti yfir þetta ógæfusama land listar, hámenningar, söngva, fólks- þrengsla, fátæktar, eymdar og hins örláta hjarta. Og nú var Quasimodo fremstur í hópi þeirra skálda sem höfnuðu hinum dula sérpersónulega skáldskap sem hafði verið miðaður við fáliðaða andlega úrvals- sveit. Og hann yrkir ljóðið: Og hvernig ættum við að geta sungið (E come potevamo noi cantare, con il piede stra- niero sopra il cuore), það birtist í ljóða- bók hans Giorno dopo giorno, Dag eftir dag, 1947, og er á þessa leið í orð- réttri þýðingu þar sem ekki er reynt að skila nema efninu: Og hvernig ættum við að geta sungið með útlendingsfót á hjarta hjá hinum dauðu sem voru skildir eftir á torgum á frostharðri jörð, meðan börnin barma sér eins og lömb, við hið myrka öskur móðurinnar sem gekk að finna son sinn krossfestan á símastaur? Á greinar pílviðarins höfum við samkvæmt heiti fest hörpur okkar líka þær vaggast hægan hljóðar í hinum dapra vindi. Næsta bók Quasimodo nefndist L í f i ð e r ekki draumur, Lavitanonésogno. Og loks er II F a 1 s o e i 1 V e r o V e r d e, Hið sanna og hið svikna græna, 1956: Ijóð ort á árunum 1949 til 1955. Það eru örfá ljóð, hvert öðru fágaðra og hnitmið- aðra, rík að fegurð og djúpri mannúð, ströng í formbyggingu sem er næstum ósýnileg fyrir hljómtöfrum sem leika í hjarta lesandans eins og tónverk. Bókinni fylgir fyrirlestur eftir Quasimodo um ljóðlist; þar segir hann í upphafsorð- um á þessa leið: „Heimspekingarnir, nátt- úrulegir fjandmenn skáldanna og atvinnu- fífl gagnrýninnar halda því fram að ljóð- listin (og allar listir) þurfi ekki að sæta breytingum fremur en verk náttúrunnar meðan stríð geisar eða þegar styrjöld linnir. Blekking; vegna þess að stríðið Birtingur 25

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.