Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.01.1960, Blaðsíða 8
André Loos er júgóslavnesk- ur höfundur af frönskum uppruna, fæddur í Slóveníu 1929. Hann er einn úr hópi ungra höfunda, sem hafa reynt að sveigja júgóslav- neskar bókmenntir í raun- sæisátt. Hann er búsettur í Ljubljana, þar sem hann stundar tungumálakennslu og þýðingar úr ensku, þýzku og ítölsku. Sagan sem hér birtist hefur vakið mikla athygli í heimalandi hans og verið þýdd á fjölda tungumála. Steinar Sigurjónsson þýddi söguna á íslenzku eftir enskri gerð, sem höfundur hefur sjálfur gert. 6 Birtingur veginn í beinni línu. Reykmett loftið vakti ekki minnstu hugmyndir um afbrýði, róg- semi né postullæti. Þjónninn var of vandur að virðingu til að spyrjast fyrir um viðskipti. Við eitt borðið sat kvenmaður, muldi brauð og skaut löngunaraugum til næstu borða. Svo festi ókunni maðurinn auga á henni. I því kallaði flöskumángarinn á þjóninn. Faðirinn bað um bolla af te, drengurinn hálfpott af víni. Síðan drakk hann vínið og horfði á föður sinn dreypa á teinu. Klukkuna vantaði ekki stóran spöl í fimm. „Mamma verður ánægð með rúmið“, sagði drengurinn. „Við eigum ekkert í kofanum nema tvo stóla og vaðsekk“. Faðir hans dreypti á teinu og sagði ekki neitt. „Ef við komum til Skjós fyrir klukkan sex“, hélt strákur áfram, „munum við fá tólf flöskum meira“. Tveir menn urðu missáttir við næsta borð, annar hvítur og hinn grár. „Ég er enginn hræsnari“, sagði sá grái. „Ég er í skapi til að gefa þér svo á kjaftinn að þú hypjir þig hundrað mílna kipp frá mér“. „Nei, gerðu það ekki!“ sagði hvíti maður- inn og blakaði hendi í sáttaskyni. Rauða hekla kom aftur niður stigann. Þá höfðu birzt nokkur ný andlit í kránni. Hún horfði á drenginn. Síðan, með þungt í brúnum og ógeði, á föðurinn. Hún ávarp- aði hann ekki „Halló, strákur“. Hún sagði bara: „Sælir, þið þarna. Gaman að lifa?“ Faðirinn horfðist í augu við hana. „Mamma býst við okkur klukkan sjö“, sagði drengurinn. „Það verður gott fyrir hana að leggjast í rúmið“. „Vín!“ kallaði faðirinn til þjónsins. Þjónn- inn kom með aðra flösku af víni. Síðan hjálpuðust þau, feðgarnir og Rauða hekla, við að tæma hana. „Mamma ætlar að eignast barnið í rúm- inu“, sagði drengurinn. „Við ættum að fara heim með það“. Auðugi maðurinn bað um tvö glös og hvíti

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.