Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 6

Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 6
sagði skrifstofustjórinn strangur á svip. ,,Hvar varstu?“ Maðurinn leit á viðskiptavinina tvo sem stóðu við afgreiðsluborðið eins og til að gefa í skyn, að návist þeirra gerði sér ókleift að svara. Þar sem þessir viðskipta- vinir voru báðir karlmenn lét skrifstofu- stjórinn það eftir sér að hlæja. ,,Ég þekki þetta bragð“, sagði hann. „Fimm sinnum einn og sama daginn er ekki svo lítið ... Jæja, þér er bezt að setja upp spariandlitið og koma með af- ritin að bréfaviðskiptum okkar í Delacour- málinu. Hr. Alleyne vill fá þau“. Þetta tiltal í annarra viðurvist, hlaupin upp stigann og ölið sem hann hafði hvolft í sig, allt gerði það manninn hálfringlað- an, og þegar hann settist við borð sitt til að ná í það sem um var beðið, skildi hann hve vonlaust það var, að hann gæti lokið afritinu fyrir hálf sex. Kvöldið nálgaðist óðum, dimmt og hráslagalegt, og hann langaði til að eyða því á börunum, drekka þar með kunningjum sínum í skjannabjörtu gasljósi og glasaglamri. Hann náði í Delacourbréfin og brá sér út úr skrifstofunni. Hann vonaði að hr. Alleyne tæki ekki eftir, að tvö síðustu bréfin vantaði. Rakur og stingandi ilmvatnsþefurinn lá alla leið upp í herbergi hr. Alleynes. Ungfrú Delacour var miðaldra kvenmaður, gyðingleg í útliti. Það var sagt, að hr. Alleyne gerði sér títt um hana eða pen- ingana hennar. Hún kom oft á skrifstof- una og tafði lengi, þegar hún kom. Núna sat hún fast við skrifborðið umleikin sætum ilmi, strauk handfangið á regnhlíf- inni sinni og kinkaði kolli, svo stóra, svarta fjöðrin í hattinum dúaði. Hr. Alleyne hafði snúið stól sínum í hálfhring til að sitja á móti henni og hvíldi hægri fót sinn spjátrungslega á vinstra hné. Maðurinn lagði bréfin á borðið og hneigði sig djúpt, en hvorki hr. Alleyne né ung- frú Delacour svaraði þessari Imeigingu hans. Hr. Alleyne drap fingri á bréfa- bunkann og bandaði svo þessum fingri 1 áttina til hans eins og hann vildi segja: „Þetta er gott, þér megið fara“. Maðurinn fór aftur niður í neðri stofuna og settist við borð sitt. Hann starði fast á hálfskrifaða setninguna: Undir eng- um kringumstæðum skal téður Bernard Bodley bera ... og hugs- aði, hvað það væri skrítið að þrjú síðustu orðin skyldu byrja á sama staf. Skrif- stofustjórinn fór að reka á eftir ungfrú Parker og sagði að hún yrði aldrei búin að vélrita þessi bréf svo þau kæmust í póst. Maðurinn hlustaði á tikkið í ritvél- inni í nokkrar mínútur og tók svo til við að ljúka afritinu. En hann var óskýr i kollinum og hugurinn leitaði í birtuljóm- ann og glauminn á knæpunni. Þetta var kvöld til að drekka heitt púns. Hann stritaði við að afrita, en þegar klukkan sló fimm, átti hann enn eftir fjórtán síður. Fjandinn. Hann gat ekki lokið þessu í tæka tíð. Hann langaði til að blóta hátt og slá hnefanum í eitthvað af öllu afli. Honum rann svo í skap, að hann skrif- aði Bernard Bernard í staðinn fyrir Bernard Bodley og varð að byrja að nýju á óskrifaðri örk. Honum fannst hann hefði krafta til þess, einn síns liðs, að sópa öllu út úr skrif- stofunni. Hann brann í skinninu að gera 4 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.