Birtingur - 01.01.1961, Page 10
ton starði fullur aðdáunar á þrýstinn
handlegginn sem hún hreyfði mjög oft og
með miklum yndisþokka; og þegar hún svo
eftir stutta stund svaraði augnatilliti
hans, dáðist hann ennþá meira að stórum,
brúnum augunum. Hið fjarræna, starandi
augnaráð heillaði hann. Hún leit á hann
einu sinni eða tvisvar, og þegar þau voru
að fara, straukst hún við stól hans og
sagði „Ó, pardon!“ með lundúnaframburði.
Hann elti hana með augunum, þegar hún
gekk út, og var að vona, að hún liti til
sín aftur, en sú von brást. Hann bölvaði
féleysi sínu og öllum sjússunum sem hann
hafði boðið uppá, einkum og sérílagi því
viskíi og Apollinaris sem farið hafði í
Weathers. Ef það var nokkuð sem hann
hataði, þá voru það svoleiðis snýkjudýr.
Hann var svo reiður, að hann hætti að
fylgjast með samtali vina sinna.
Þegar Paddy Leonard hnippti í hann, varð
hann þess áskynja, að þeir voru að tala
um aflraunir. Weathers var að sýna þeim
upphandleggsvöðvana á sér og grobbaði
svo, að hinir tveir hnipptu í Farrington
til að halda uppi heiðri þjóðarinnar. Far-
rington lét ekki standa á sér, heldur bretti
upp erminni og sýndi sína vöðva. Hand-
ieggir beggja voru skoðaðir og bornir sam-
an, og loks varð að samkomulagi að þeir
reyndu kraftana. Það var hreinsað til á
borðinu, og mennirnir tveir studdu niður
olnbogunum og gripu saman höndum. Þeg-
ar Paddy Leonard sagði ,, N ú ! “ átti
hvor um sig að þvinga handlegg hins
niður á borðið. Farrington var mjög al-
varlegur og einbeittur á svip.
Leikurinn byrjaði. Eftir um það bil þrjá-
tíu sekúndur, hægt og hægt lagði Weat-
hers handlegg andstæðings síns í borðið.
Vínrauða andlitið á Farrington dökknaði
ennþá meira af blygðun og reiði yfir að
hafa farið halloka fyrir svona stráklingi.
,,Þú átt ekki að nota skrokkþungann við
átakið. Beittu ekki rangindum“, sagði
hann.
„Hver beitir rangindum?" sagði hinn.
„Komdu aftur. Allt er þegar þrennt er“.
Þeir byrjuðu aftur. Æðarnar þrútnuðu á
enni Farringtons og Weathers blánaði í
framan. Hendur þeirra og handleggir
skulfu undir átakinu. Eftir langa mæðu
tókst Weathers aftur að leggja handlegg
andstæðingsins í borðið. Áhorfendur létu
velþóknun sína í ljós með lágum kliði.
Þjónninn sem stóð við borðið kinkaði
rauðum kollinum til sigurvegarans og
sagði í kumpánlegri einfeldni:
„Ohó! Þetta er að kunna lagið á því!-“
,.Hvern fjandann veizt þú um það?“ sagði
Farrington æstur og sneri sér að mannin-
um. „Hvað ert þú að sletta þér fram í
þetta?“
„Uss, uss!“ sagði nú O’Halloran sem tekið
hafði eftir því, hvað Farrington var æðis-
legur á svipinn. „Rólegir, strákar. Við
skulum bara fá okkur einn lítinn enn og
fara svo“.
Það var mjög fýldur maður senn
stóð á horninu við O’Cannel brúna og
beið eftir litla Sandymount-sporvagnin-
um til að komast heim. Reiðin sauð í
honum og hefnigirnin. Hann var leiður og
fann til auðmýkingar; hann var ekki einu
sinni drukkinn; og átti ekki nema fáeina
aura í vasanum. Hann bölvaði öllu og
öllum. Hann var búinn að koma sér út
úr húsi á skrifstofunni, veðsetja úrið sitt,
8 Birtingur