Birtingur - 01.01.1961, Side 31

Birtingur - 01.01.1961, Side 31
fessor og- gagnrýnandi og ljóðskáld en þráði alltaf Frakkland, leit á sig sem Frakka enda kvað vera franskt blóð í móðurkyni hans. Árið 1938 sneri hann til Parísar og hefur búið þar síðan. Þá hafði hann styrk til bókmenntafræðilegra rann- sókna á því efni hvernig fjallað er um dauðann í nútímaljóðlist. Tvö síðustu verk hans eru lengri en hin fyrri: Kauplaus morðingi og Nashyrningurinn. Nashyrningurinn hefur farið um allar jarðir sigurför. Fyrst var hann sýndur í Diisseldorf í Þýzka- landi en síðan í París 1959: einn fremsti leikhúsmaður Frakka J. L. Barrault lék aðalhlutverkið og stjórnaði; Laurence Olivier í Lundúnum undir stjórn Orson Welles. Einnig hefur það verið sýnt við hrifningu í New York en höfundurinn sjálfur var lítið hrifinn af þeirri sýn- ingu. Sumir sjá nazismann og uppgang hans í hryllisögunni um nashyrningana, aðrir fasisma á vorum dögum, enn aðrir ein- skært afl múgsefjunarinnar sem getur tekið á sig ýmsar myndir og breytt mönn- um í ófreskjur fyrr en varir ef þeir eru ekki alltaf á verði. Ionesco segir: Nashyrningurinn er tólfta verk mitt. Það sýnir hvar ég stend eftir tíu ára leikhússtarf. Það er annarra að dæma mig. Það eitt get ég fullvissað menn urn að ég held áfram baráttunni án þess að láta nokkuð hefta för mína. I Birtingur 29

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.