Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 33
August Strindberg Persónur:
IC a r 1 i n n , Hummel forstjóri
Stúdentinn, Arkenholz
Mjólkurstúlkan, (sýn)
Kona húsvarðarins
Húsvörðurinn
H i n n 1 á t n i, konsúll
Dökkklædda konan, dóttir Hins látna og
Kcnu húsvarðarins
Ofurstinn
M ú m í a n , kona Ofurstai
D ó 11 i r h a n s , er dóttir Karlsins
Hefðarmaðurinn, kallaður Skanskork bar-
ón. Heitbundinn dóttur Húsvarðarins
J ó h a n n , þjónn Hummels
B e n g t, þjónn Ofurstans
U n n u s t a n , fyrrverandi unnusta Hummels,
livíthærð kerling
Úlveggir tveggja neðstu hæða í nútímahúsi, en
aoeins húshornið. A neðri hæð er bogasalur, á
efri hæð svalir og fánastöng
Þegar dragtjöldin eru dregin upp sést hvít marm-
arastytta af ungri konu innan við opna gluggana
á bogasalnum; umhverfis höggmyndina pálmar
lýstir sterkum sólargeislum. I glugganum til vinstri
hýasintur í pottum (bláar, hvítar, bleikar).
Á svalariðinu á efri hæð hangir blátt silkibrekán
og tveir hvítir koddar. Hvítt lín fyrir gluggunum
til vinstri. Það er bjartur sunnudagsmorgunn.
Fyrir framan húsið stendur grænn bekkur á for-
sviðinu.
Hægra megin á forsviði er vatnspóstur; vinstra
megin auglýsingastólpi.
Vinstra megin fyrir miðju sviði eru útidyrnar;
inn um þær sést hvítur marmarastigi með látúns-
búnu mahogníhandriði; á gangstéttinni báðum meg-
in við dyrnar stendur lárviður í stömpum.
Hornið með bogasalnum snýr einnig út að þver-
götu, sem maður hugsar sér að liggi inn á bak-
sviðið.
A neðri hæð er gluggi með bjúgspegli vinstra
megin við útidyrnar.
Þegar tjaldið er dregið frá er mörgum kirkjuklukk-
um hringt í fjarska.
Drauga-
sónatan
Birtingur 31