Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 38

Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 38
K a r 1 i n n : Já, þarna er kona húsvarðarins! — Dökkklædda konan sem þér spurðuð mig um áðan er dóttir hennar; hún átti hana með hinum látna, og þess vegna fékk maður hennar húsvarðarstarf- il ... en dökkklædda konan á biðil, sem hefur á sér hefðarsnið og á auð í vændum; hann er nefnilega í þann veginn að skilja við konu sína, og hún ætlar að gefa honum steinhús til að losna við hann. Hefðarmaðurinn er tengdasonur hins látna, og þér sjáið að rúmfötin hans hafa verið hengd út á svalirnar þarna uppi til að viðra þau ..,. Býsna flókið, trúi ég! Stúdentinn: Fyrr má nú vera! K a r 1 i n n : Já, ekki er allt sem sýnist. Stúdentinn: En hver var þá hinn látni? K a r 1 i n n : Þér spurðuð mig að því rétt áðan, og ég sagði yður það; ef þér gætuð séð fyrir hornið, munduð þér koma auga á hóp fátæklinga, sem hann hjálpaði . . . þegar þannig lá á hon- um . . . Stúdentinn: Hann hefur þá verið góðhjart- aður? Karlinn: Jaá ,. .. stundum. Stúdentinn: En ekki alltaf? K a r 1 i n n : Nehj! .. . Mennirnir eru nú einu sinni svona! En verið mér nú hjálplegur, ungi heið- ursmaður, og ýtið stólnum dálítinn spöl, svo að ég geti setið í sólinni, mér er svo nöturkalt; blóðið staðnar, þegar maður getur aldrei hreyft sig — ég veit svo sem, að ég á ekki langt eftir, en ég þarf að ljúka smáerindi áður en ég dey — takið í höndina á mér og finnið hvað mér er kalt. Stúdentinn: Hvað er þetta! — H ö r f a r skelfdur. K a r 1 i n n : Farið ekki frá mér, ég er þreyttur og einmana, en ég man minn fífil fegri, get ég sagt yður; ég hef lifað ótrúlega langan dag — ótrúlega langan; ég hef gert menn óhamingjusama, og þeir hafa gert mig óhamingjusaman — það verður að vega hvort á móti öðru — en ég vil sjá hamingjuna brosa við yður áður en ég dey .. . Örlög okkar beggja eru tengd föður yðar — og reyndar fleiru .. Stúdentinn: En sleppið hendinni á mér, þér dragið úr mér allan mátt, þér frystið mig — hvað vakir fyrir yður? K a r 1 i n n : Verið þolinmóður, og þér munuð sjá og skilja .., Þarna kemur ungfrú .. . Stúdentinn: Dóttir ofurstans? Karlinn : Já! Dóttir! Lítið á hana! — Hafið þér séð fullkomnara sköpunarverk? Stúdentinn: Hún líkist marmarastyttunni þarna irmi .,. . K a r 1 i n n : Sem von er — það er móðir hennar! Stúdentinn: Ég er yður sammála — fegurri konu hef ég aldrei augum litið. — Sæll væri sá sem fengi að leiða hana upp að altarinu! Karlinn: Svo þér sjáið það! — Ekki er öllum gefið að skynja fegurð hennar . . . Gott, þá er það bókað! Ungfrúin inn frá vinstri, í enskum nýtízku reiðfötum, gengur hægt að dyrunum án þess að líta á nokkurn, nemur staðar og mælir fáein orð við Konu húsvarðarins, hverfur síðan inn í húsið. Stúdentinn ber hönd að augum. Karlinn: Eruð þér að gráta? Stúdentinn: Andspænis fullkomnu vonleysi hlýtur maður að örvilnast! K a r 1 i n n : Ég get lokið upp dyrum og hjörtum, ef ég aðeins hef arm til að framkvæma vilja minn . .. Þjónið mér, og þér munuð drottna . . . Stúdentinn: Er það bundið nokkrum skil- yrðum? Þarf ég að selja sál mína? K a r 1 i n n : Ekkert að selja! — Sjáið þér til: ég hef t e k i ð alla mína ævi — nú hef ég þörf fyrir að gefa! gefa! En enginn vill þiggja . . . ég er auðugur, vellauðugur, en á enga erfingja — það er að segja að undanskildum einum þorpara, sem er á góðri leið með að kvelja mig til bana .. . gangið mér í sonarstað, takið arf eftir mig lifandi, leyfið mér að sjá yður njóta lífsins — að minnsta kosti úr fjarska. Stúdentinn : Hvað ætlizt þér til að ég geri? K a r 1 i n n : Byrjið á því að sjá Valkyrjuna! Stúdentinn : Það er afráðið — en hvað fleira? Karlinn: í kvöld eigið þér að sitja þarna inni í bogasalnum! Stúdentinn: Hvernig á ég að komast þang- að? K a r 1 i n n : Valkyrjan ræður fram úr því! Stúdentinn : Hvers vegna völduð þér ein- 36 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.