Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 46
i'.inn, gæti skilið allar tungur; þar með er ekki sagt
að ógerlegt sé að afhjúpa leyndarmál án lykils,
til dæmis komast að raun um rétt faðerni, þótt
það hafi reynzt ókleift fyrir rétti; tvö ljúgvitni eru
nefnilega fullgild sönnun, ef þeim ber saman, en
í könnunarferð eins og þá, sem ég er að tala
um, tekur maður engin vitni með sér: manninum
er meðfædd blygðunarkennd, þess vegna leitast
hann við að leyna þvi sem þarf að dylja; þó
renna upp stundir án þess við viljum, þegar
ströngustu leyndarmál eru dregin fram í dagsljósið,
gvímunni svipt af svikaranum, óþokkinn afhjúp-
aður ...
Málhvíld; allir horfa þegjandi hverjir á aðra.
En hvað það varð allt í einu hljótt!
L ö n g þ ö g n .
Tökum sem dæmi þetta virðulega hús, þetta fallega
heimili þar sem allt fer saman: fegurð, menntun
og velmegun . . .
I. öngþögn.
Við sem hérna sitjum vitum hver við c r u m ...
ekki rétt? . . . ég þarf ekki að kynna ykkur . . .
og þið þekkið mig, þó að þið látizt ekkert vita .. .
I>arna inni situr dóttir mín, m í n — þið vitið
það einnig . . . Hún var búin að glata lífsþránni,
án þess hún vissi hvers vegna ... lífsfjörið fjaraði
út í þessu andrúmslofti sem er þrungið glæfrum,
svikum og svívirðu .. . þess vegna útvegaði ég
henni vin, svo að hún gæti fundið í návist hans
ljós og yl dáðar og göfgi .. .
Löng þögn.
Til þess kom ég í þetta hús: að rífa upp illgresi,
ljóstra upp glæpum, gera upp reikninga, svo að
hin ungu geti hafið nýtt líf á þessu heimili, sem
cg hef gefið þeim.
Löng þögn.
Nú gef ég ykkur kost á að fara héðan í friði; sá
sem þráast við verður tekinn fastur!
I. öng þögn.
Heyrið hvernig klukkan tifar — eins og stundaglas
dauðans! Heyrið þið hvað hún segir? — „Tím-inn!
Tím-inn! — — —“
Þegar hún slær eftir stutta stund, er ykkar tími
liðinn; þá megið þið fara, fyrr ekki. En hún varar
ykkur við, áður en hún slær! — Hlustið: „Klukkan
getur slegið".--------Ég get einnig slegið . . .
Hann slær með hækjunni í borðið.
Heyrið þið?
I' ö g n .
M ú m í a n gengur að klukkunni og stöðvar hana,
segir síðan skýrt og alvarlega: En ég get látið
tímann nema staðar — ég get látið gengið vera
gleymt, misgerðir ógerðar; ekki með mútum eða
hótunum — heldur þjáningu og iðrun-------------,
Gengur til Karlsins.
Við erum vesælar mannkindur, það vitum við; við
höfum brotið af okkur, við höfum breytt ranglega
— eins og allir aðrir; við erum ekki öll þar sem
við erum séð, því innst inni erum við betri en
ætla mætti af gerðum okkar, fyrst við iðrumst
rnisgerðanna; en að þú Jakob Hummel skulir setj-
ast undir fölsku nafni í dómarasæti sýnir, að þú
ert verri en við! Þú ert ekki heldur sá sem þú
þykist vera! — Þú ert mannaþjófur; þú stalst mér
einu sinni með fölskum fyrirheitum; þú myrtir
konsúlinn sem var borinn til grafar í dag, hengdir
hann í skuldasnöru; þú hefur stolið stúdentinum
með því að ljúga að honum að þú hafir hjálpað
íöður hans, sem skuldaði þér aldrei eyrisvirði . . .
K a r 1 i n n hefur reynt að rísa á fætur og taka
til orða, en fallið gneypur niður í stólinn og
verður æ rislægri.
M ú m í a n : Svartasta blettinn á samvizku þinni
44 Birtingur
J