Birtingur - 01.01.1961, Síða 48

Birtingur - 01.01.1961, Síða 48
dauðaskerminum; til vinstri dyr inn í borðstofu og eldhús. Stúdentinn og Ungfrúin (Aðela) við borð- ið; hún við hörpuna, hann standandi. U n g f r ú i n : Syngdu nú fyrir blómin mín! Stúdentinn: Er þetta blóm sálar yðar? Ungfrúin : Þetta er eina blómið mitt! Finnst yður hýasintan falleg? Stúdentinn: Mér finnst hún fegurst allra bióma, þessi netta jurt sem rís bein og spengileg upp frá rótinni, hvílir á vatninu og sökkvir hvítum hreinum rótarþráðum í litlaust djúpið; ég elska liti hennar: hinn snjóhvíta saklausa hreina, hinn hun- angsgula ljúfa, hinn æskubleika, hinn þroskarauða, en mest af öllu bláa litinn: daggarbláa, djúpeygða, tákn tryggðarinnar .... ég elska þá alla miklu meira en gull og gimsteina, hef elskað þá frá því ég var barn, dáðst að þeim, vegna þess að þeir eiga alla þá fögru eiginleika sem mig sjálfan skortir . . . Samt! .. . Ungfrúin: Hvað? Stúdentinn: Hefur ást mín ekki verið endur- goldin: þessi fögru blóm þau hata mig . . . U n g f r ú i n : Hvers vegna segið þér það? Stúdentinn: Þegar hreinn og sterkur ilmur þeirra berst mér að vitum með fyrstu vorvind- unum, sem leikið hafa um bráðnandi fönn í hlíð, verð ég ringlaður: hann deyfir mig og blindar, hrekur mig úr herberginu, skýtur að mér eitur- örvum sem særa hjarta mitt og valda höfuðþyngsl- um! Þekkið þér ekki ævintýri þessa blóms? U ng f r ú i n : Segið mér það! Stúdentinn: Fyrst skal ég segja yður hvað það táknar. Rót þess er jörðin sem hvílir í ljós- vakanum, út frá henni stendur leggurinn beinn eins og alheimsásinn, og á efri enda hans sitja sexhyrnd stjörnublómin. U n g f r ú i n : Stjörnurnar yfir jörðunni! Ó, hve það er mikilfengleg sýn — hvernig datt yður þetta í hug? Stúdentinn: Bíðum nú við! Ég sá bað í aug- um yðar! — Það er sem sagt eftirmynd Kosmos . . . Búdda situr með rótina — jörðina — á hnjám, horfir á hana vaxa út og upp og breytast í himin. — Aumingja jörðin á að verða himinn! Eftir því er Búdda að bíða! Ungfrúin: Nú datt mér eitt í hug — er ekki snæblómið einnig sexhyrnt? Stúdentinn: Þér segið nokkuð! — Þá eru snæblómin fallandi stjörnur . . . Ungfrúin: Og snædropinn snjóstjarna . . . sprottin úr snjónum. Stúdentinn: Og Síríus hinn guli og rauði, fegursta stjarnan á festingunni — hann er ilmjurt- in með gulan og rauðan bikar og sex hvíta geisla . . . Ungfrúin: Hafið þér séð askalónslaukinn blómstra? Stúdentinn: Já, það hef ég séð! — Blómin mynda bolta, eða öllu heidur hnött sem minnir á himinhvelfið hvítum stjörnum stráð . . . Ungfrúin : Já, Guð hve þetta er mikilfengleg samlíking! Hverjum datt hún í hug? Stú dentinn: Þér! Ungfrúin: Þér! Stúdentinn: Okkur! — Við höfum getið hana í sameiningu, við erum vígð . . . U n g f r ú i n : Ekki enn . . . Stúdentinn: Hvað er eftir? U n g f r ú i n : Biðin, reynslan, þolinmæðin! Stúdentinn: Jæja! Reyndu mig! Þ ö g n.. Segið mér eitt: hvers vegna sitja foreldrar yðar þarna inni án þess að mæla orð frá vörum? Ungfrúin: Þau hafa ekkert að segja hvort öðru, vegna þess að hvorugt þeirra trúir neinu sem hitt segir. Faðir minn hefur orðað það þannig: Til hvers er að tala, fyrst við getum ekki lengur lcikið hvort á annað? Stúdentinn: Þetta er hörmulegt að heyra . . . Ungfrúin: Þarna kemur eldabuskan . . . Lítið á, hvað hún er orðin stór! Stúdentinn: Hvaða erindi á hún hingað? U n g f r ú i n : Hún ætlar að spyrja mig um síð- degisverðinn — ég sé nefnilega um matseldina, rueðan mamma er veik . .. Stúdentinn: Þurfum við að hugsa um elda- mennskuna? Ungfrúin: Við verðum að borða . .. Lítið á eldabuskuna, ég get ekki horft á hana . . . Stúdentinn: Hver er þessi ferlega kona? Ungfrúin: Hún er af blóðsuguættinni Hum- mel; hún étur okkur með húð og hári. 46 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.