Birtingur - 01.01.1961, Side 53

Birtingur - 01.01.1961, Side 53
Thor Vilhjálmsson Hátíðleg athöfn Verðlaun úr rithöfundasjóði útvarpsins voru reidd af höndum við hátíðlega at- höfn í fögru umhverfi. Það fór fram í Þjóðminjasafninu að viðstöddum mennta- málaráðherra, dómnefndinni að undan- skildum formanni sem var sjúkur, en réði þó húsum, nokkrum boðsgestum þar á meðal blaðamönnum og ljósmyndurum og auk þess voru viðstaddir heiðursgestur- inn og útvarpsstjóri. Átti hér vel við að útvarpsstjóri tæki til máls einsog á stóð. 1 glerkössum við vegginn gat að líta vopn fornmanna svo sem bitlausa spjótsodda og ryðguð brot úr sverðum, sveðjur og breddur og ljái sem hrópuðu árangurs- laust á stjórnarbyltingu. Áheyrendur sátu í þyrpingu en ræðupallur stóð á miðju gólfi í hæfilegri fjarlægð. Tvær höfuð- kúpur fáðar horfðu tómum tóftum yfir sviðið. Útvarpsstjóri sagði að verðlauna- þegi hefði skrifað merkar bækur og unnið mikilsverð störf í þágu félagsmála rit- höfunda og væri því vel að þessum bók- menntaverðlaunum kominn. Hann hefði einnig lesið sögu í útvarpið. Lauk hann lofsorði á það að höfundar semdu sögur fyrir útvarp. Höfuðkúpurnar tvær voru af norðlenzkri ætt sem hefur unnið sér til landsfrægðar í þúsund ár að í fólk af þeirri ætt hefur vantað eina framtönn. Naut þetta ættareinkenni sín einkar vel. Lárviðarskáldið gekk nú fram og þakkaði útvarpsstjóra með handabandi. Þá munu ljósmyndarar hafa tekið myndir. Á baksviði blasti við áhorfendum beina- grind liggjandi á gulum sandi. Hún sneri sér til veggjar í glerskápnum. Hver var hún? Menntamálaráðherra veitti síðan Syrpa Birtingur 51

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.