Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 56

Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 56
ræðalega aðstöðu þess sem þiggur óverð- ugur gjafir hafa mennirnir á móti öðlast tækifæri að afla sér verðleikanna með ýmiskonar snatti fyrir stjórnmálasamtök hinna öriátu gustukahöfðingja með hug- arfarið kristna. 1 hinum hópnum eru þeir sem geta málað og kompónerað og skrifað listaverk, mikið eiga þeir gott að geta þetta. Þeir þurfa ekki styrki, hvað þá verðlaun. I hæsta lagi má benda þeim á þau ógrynni af sniðgengnum fjörefnum sem dyljast í hundasúru og skarfakáli. Og guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Laun listamannsins Svavar Guðnason fór glæsilega för til Danmerkur méð myndir sínar. Hefur öðrum íslenzkum listamanni verið boðið að hafa svo stóra einkasýningu á verkum sínum einsog Kunstforeningen pantaði hjá Svavari? Nei ég held ekki. Gagnrýni dönsku blaðanna var samþykkari en ég hef í annan tíma séð af þvílíku tilefni. Það var Menntamálaráði til sóma að grípa svo góðfúslega tækifærið til þess að sýna okkur Islendingum hvað við eigum þýð- ingarmikinn listamann í Svavari. Sýning Svavars fyrir jólin var mikil hátíð Ijóssins í þeim mánuði ársins þegar hin formyrkvuðu sjónarmið merkantílistanna vaða átakanlegast uppi og allir þurfa að græða fyrir árið. Eftir svo óvéfengjan- lega sönnun fyrir stærð Svavars sem mál- ara, skyldu þá þessir sérfræðingar Al- þingis í tónlist, málaralist, bókmenntum og yfirleitt allri þeirri list sem er hafin yfir smásmugulegheit stjórnmálabarátt- unnar og er þar af leiðandi ekki skrifuð með ypsílon — skyldu þeir halda áfram að fara með Svavar einsog fleiri af þeim listamönnum okkar sem eru virkastir í dag líkt og þeir væru lírukassabetlarar í porti að biðja um peninga fyrir brenni- víni með ofurlitlum morgunsöng úti fyrir gluggum þessara kúltíveruðu manna. Mætti ég stinga upp á því enn einu sinni að listamannalaun eigi eingöngu að vera handa listamönnum. Og listamenn eru þeir sem skapa eða túlka list en ekki þau fyr- irbæri sem hafa með einhverjum prettum komizt í þá aðstöðu að hagnast á fyrir- höfn annarra og erfiði, Listamannalaun anno 1961 Jú það kom á daginn að Svavar var sett- ur í næstneðsta flokk listamannalaunanna. Þessi listamaður sem var kallaður braut- ryðjandi í Danmörku og nefndur í tölu beztu málara á Norðurlöndum. Formaður úthlutunarnefndarinnar sem metur þennan listamann svo litils leikur einnig hlutverk formanns menntamála- ráðs og opnaði sýningu Svavars. Talaði hann þá ekki einmitt um það að Svavar væri brautryðjandi í íslenzkri málaralist? Þetta er tyllidagaafstaða Helga Sæmunds- sonar en þegar hann kemur í hin hlut- verkin sín á virkum dögum er annar uppi. Meðferðin á Svavari Guðnasyni og Þor- valdi Skúlasyni er einna grófasta hneyksl- ið í úthlutun listamannalauna og mætti þó í sömu andránni nefna það regin- hneyksli að Kristmann Guðmundsson er tjakkaður upp í heiðursflokk. 1 launa- skránni er krökkt af mönnum sem aldrei hafa haft neina þýðingu fyrir íslenzka 54 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.