Birtingur - 01.01.1961, Síða 58

Birtingur - 01.01.1961, Síða 58
Haustfjöllum heitir þessi bók Helga með fjölskrúðugu efni en kannski helzttil ójöfnu að gildi, allt ofan frá Shakespeare niður í smælki eftir Piet Hein sem gæti kannski staðið sig sæmilega einhversstaðar annarsstaðar Síðar verður væntanlega fjallað um hina þörfu og tímabæru útgáfu þessa fyrirtækis á ritgerðum Þórbergs Þórðarsonar. En hvers vegna í ósköpunum er ekki farið til þess að gefa út ritsafn Þórbergs, heildar- útgáfu. Það er til háborinnar skammar að það skuli ekki vera hægt að fá keyptar bækur eins og: ég nefni bara Ofvitann. Það eru helzt seinni bækur hans sem hægt er að fá. Skyldu vera einhverjir tæknilegir örðugleikar á því að gefa út slíkt ritsafn sem við lesendur þekkjum ekki? Ég bara spyr. Almenna Bókafélagið gaf út skáldsögur eftir tvo unga höfunda Jökul Jakobsson og Jón Dan og verður nú enn að vísa til hirna sérþjálfuðu ritdómara að dæma þær. En þetta félag getur einmitt unnið þarft verk með því að kynna verk ungra höfunda. ójá. Síðan þurfum við að kalla á aðra sérfræð- inga til að fjalla um bók Þórleifs Bjarna- sonar: Hjá afa og ömmu (ég segi fyrir mig að ég hef gaman að svoleiðis bókum), og enn aðra til að skrifa um sálarfræðina sem Karl Strand nefnir hinu látlausa nafni: Hugur einn það veit. Það er sjálfsagt prýðileg bók samin af færum manni í sinni grein sem hefur öðlazt mikla reynzlu í starfi sínu og hefur mikinn áhuga á því að gera flókið efni aðgengilegt fyrir okkur. Maður skyldi ætla að við Islendingar yrðum fegnir að nýta starfskrafta og kunnáttu Strands læknis þegar býðst. En geðverndarmál á Islandi virðast vera á frumstæðu stigi þrátt fyrir ótal sjálfboðaliða sem draga ekki af sér að gefa út vottorð um geð- heilsu hver annars í dagblöðum og heima- húsum eftir hentugleikum. Það er varla skrifuð stjórnmálagrein í dagblað án þess að skrif andstæðinganna híjóti einkunnina geðbilunarskrif. Og ef einhver skriffinnur fer halloka fyrir andstæðingi sínum og hefur kannski orðið heimaskítsmát þá æpir hann: geðbilun vitfirring geðvernd- arstöð. Mætti ekki krefjast þess af hinum sjálfskipuðu geðheilbrigðisvottorðaútgáfu- sérfræðingum og sálarvafateiknimeistur- um dægurblaðamennskunnar í stjórnmála- þjónustu að þeir lesi nú greinargóða bók í sálarfræði eins og áðurnefnda eftU' Karl Strand. Margar þýddar bækur hefur þetta forlag gefið út eins og til að mynda Gróður Jarðar eftir Hamsun sem Helgi Hjörvar þýddi. En nú var ég næstum búinn að gleyma bókinni sem ég varð einna fegn- astur en það er hin bráðskemmtilega Dagbók í íslandsferð 1810 eftir enska lækninn Henry Holland. Má ég þakka Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum fyrir prýðislega þýðingu og skýringar hans og fyrir að koma þessari bók á fram- færi við félagið. Og svo var það víst ekki fleira, eins og aldið skáld sagði þegar hann hafði lokið við að lesa sautján ljóð eftir sjálfan sig. Þetta ítarlega og glögga yfirlit tekur ekki til bóka sem hafa komið út á því ári sem nú er í fullum gangi og skyldi einhver vilja þakka mér fyrir þetta traktiment 56 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.