Birtingur - 01.01.1961, Page 63

Birtingur - 01.01.1961, Page 63
raute, Marguerite Duras, Claude Ollier, Claude Simon. Nýja aldan í kvikmynda- gerðinni sem hríf ur um allan heim: Resnais (höfundur fegurstu kvikmyndar sem hefur verið gerð síðustu árin: Hiros- liima Mon Amour) Truffaut, — já, og leikritahöfundar einsog Sartre, Adamov, allt þetta gáfaða forystulið þess sem vaxið hefur undanfarin ár í franskri menningu það hefur risið til mótmæla gegn ofbeldi mílitarismans og lýst yfir því að hver maður eigi að gera það sem samvizkan býður og jafnvel vottað sam- úð með þeim frönsku menntamönnum sem skipa sér undir merki hins landflótta prófessors Francis Jeanson sem hefur skipulagt hjálparstarfsemi franskra manna við þá Alsíra sem berjast fyrir frelsi síns föðuriands. Þeir sem unna Frakklandi, það er sárt fyrir þá að fylgjast með stjórnmálaþróun- inni og horfa upp á það að hálffasistísk öfl og herforingjar hafi völd þó það sé huggun að stjórnarvöldin séu ekki ennþá alfasistísk. En því kærkomnara er að geta vottað þessu unga fólki aðdáun sem hefur hugrekki til að rísa upp og bjóða óþekkt- um hættum byrgin með mótmælunum sem komu fram í undirskriftarskjalinu því sem kennt er við þá 121 nafnkunnra lista- og menntamanna sem fyrstir skrifuðu undir. Síðan hafa margir bætzt í hópinn. Okkur finnst að þeirra málstaður sé líka okkar þó að við séum ennþá lausir við bölvun herskyldunnar og skyldumorðið á Islandi.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.