Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 71

Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 71
lítið um tilbreytingu. Hann valdi sér einnig „blank verse“ fyrir kvæði sín, en slíkur bragarháttur fer sízt vel skáldum sem ekki eru formvísir; hæst nær hann í sonnettum sínum, því að þar kemur hin fastmótaða skipun línanna honum til hjálpar. Hann sagði sjálfur einhversstað- ar að skáldskapurinn væri „... and- stæða mælskulistarinnar. Mælskulistin er til að klæða, og jafnvel dulbúa hugsunina og tilfinninguna, en skáldskapurinn er til þess að færa þær úr fötum. Skáld er sá sem afklæðir sál sína, með hjálp hrynj- andinnar, og hrynjandin sá þreskivölur sem aðskilur korn og strá undir berum himni“. Og með þessum orðum lýsir hann sjálfur ljóðum sínum manna bezt. Hann var sérstæður í öllu sem hann skrifaði, óháður, hann líktist engum öðr- um. Og þó að persónuleiki Unamuno komi allsstaðar skýrt í Ijós í verkum hans kem- ur-hann þó sterkast fram í Ijóðum hans. ANTONIO MACHADO (1875—1939) losnaði einnig frá áhrifum Rubens Darío. Hann fæddist í Sevilla, var doktor í heimspeki, frönskukennari við ýmsa menntaskóla frá 1907 til 1936, meðlimur spönsku akademíunnar. I ljóðum hans mætast Andalúsía (þar sem hann fædd- ist) og Kastilja, (þar sem hann bjó rnest- an hluta ævi sinnar), en spönsk menn- ing hefur einmitt blómgast bezt þar sem þessir landshlutar mætast (Kastilja: hin- ir fáguðu vitsmunir, Andalúsía: hinn skapandi kraftur). Honum voru óskapfelldar öfgarnar mo- dernismans, dýrkun lits, hljóms og kennda hjá modernistunum, hann sagði sig úr lögum við þá og gerðist frum- kvöðull „hins hreina skáldskapar" (poesía pura). Hann er að vissu leyti róman- tískur, en hann kann tilfinningum sínum hóf; bölsýnn, „bjartur og djúpur“ eins og Rubén sjálfur kallaði hann. Hann hef- ur lýst manna bezt hinu áhrifamikla landslagi kastílsku hásléttunnar. Senni- lega hefur ekkert skáld meiri áhrif á Spáni í dag. Innhverfur, skapmikill, að- dáandi „hinnar hljómríku einveru" (sole- dad sonora), andalúsíismi hans og róm- antík temprast við dvöl hans í Kastilju. Ljóð hans eru einföld, tær, stílhrein, og hann hneigðist að frumspeki (metafísica) á síðari árum (sbr. sonnettan „A1 Gran Cero“: Núllið Mikla). Fáum árum eftir dauðann var Machado orðinn klassískur, skáld „hins algilda og hins eilífa“ (poeta de lo absoluto y de lo eterno). Ljóðabækur: „Soledades“ 1903 (Einveru- ljóð) ; „Soledades, galerías y otros poe- mas“ 1907 (Einveruljóð, langir gangar og önnur Ijóð); „Campos de Castilla" 1912 (Víðáttur Kastilju); „Nuevas Can- ciones" 1925 (Nýir söngvar); „La gue- rra“ 1938 (Styrjöldin); auk ýmissa heild- arútgáfa. JUAN RAMON JIMÉNEZ (1881— 1957) er brúin sem hefst í modernism- anum, nær yfir allar andstefnur hans (1920—1950) og skilar hreinlega að hin- um bakkanum öllu því sem bjargandi var úr öllum hinum stefnum. Hann er haf- inn yfir allar hreyfingar, byltingar og andbyltingar og spennir það sem af er þessarar aldar, um leið og liann tengir hana einnig við fortíðina, tekur við af Birtingur 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.