Birtingur - 01.01.1961, Side 73

Birtingur - 01.01.1961, Side 73
Thor Vilhjálmsson í bók sinni: Eldfjallaheimsálfa ræðir sænska skáldið Arthur Lundkvist meðal annars um skáldskap í Chile sem stendur með miklum blóma; bókin fjallar annars um Suður-Afríku: feikna fróðleg og skemmtileg að lesa einsog vænta má um þann höfund. Hann segir meðal ann- ars á þessa leið: „Vitanlega er það Neruda sem drottnar yfir núverandi skáldskap í Chile. Það fer enginn framúr honum, það er ekki hægt að stæla hann, það er ekki hægt að komast hjá því að taka afstöðu til hans. Hann er mesti aflvaki hinnar nýju chilönsku ljóðlistar og jafnframt gerir hann henni erfiðast fyrir“. Síðan fer Lundkvist að velta því fyrir sér hver muni ganga honum næstur skálda þarlendis en valið er erfitt, þar sem tveir eða þrír komi saman verði menn ekki á einu máli. „Spyrji maður Neruda sjálfan“, segir Lundkvist: „nefnir hann tvo: Juvencio Valle og Nicanor Parra“. Nokkru síðar ræðir Lundkvist um Parra: „Meðal yngri skáldanna stendur Nicanor Parra í fylkingarbrjósti, orðknappur en margslunginn og áhrifaríkur í ljóðlist sinni, auk þess er hann meðal þeirra menntamanna sem mest kveður að í Santiago. Bókarheiti hans: „Poemas y antipoemas“ (Ljóð og and-ljóð) er viðeig- andi titill á Ijóðagerð hans: hann fæst jöfnum höndum við opna, náttúruróman- tíska lýrik og hinsvegar flókna mótsagna- fulla og myrka. Fyrrum orti hann söngva- skáldskap undir áhrifum frá Lorca með efnivið úr þjóðsögum, nú hefur hann snú- izt algjörlega öndverður við þesskonar skáldskap". Skáld frá Chile Nicanor Parra Birtingur 71 • •

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.