Birtingur - 01.01.1961, Page 77

Birtingur - 01.01.1961, Page 77
Vopn, farartæki Ég er Einstaklingurinn. Varla gafst mér tóm til að grafa mína dauðu Varla tími að sá Ég er Einstaklingurinn. Nokkrum árum síðar datt mér ýmislegt í hug Nokkrar myndir Ég fór yfir landamæri Og ég var kyrrsettur í einhvers konar hólfi Á skipi sem sigldi fjörutíu daga Fjörutíu nætur Ég er Einstaklingurinn. Síðan komu þurrkar Komu styrjaldir Litaðir náungar komust inn í dalinn En ég varð að halda áfram Varð að framleiða Ég framleiddi vísindi, óhagganleg sannindi Ég framleiddi leirmyndir Ég ól í heiminn þúsund síðna bækur Ég bólgnaði í framan Smíðaði glymskrattann Saumavélina Fyrstu bílarnir komu til sögunnar Ég er Einstaklingurinn. Einhver kreisti úr sér reikistjörnurnar Einhver kreisti úr sér tré Ég kreisti uppúr mér tól Húsgögn, skriffæri. Ég er Einstaklingurinn. Einnig voru borgir byggðar Vegir Trúarfélög hurfu úr tízku Leitað var sælu, leitað var hamingju Ég er Einstaklingurinn. Síðan helgaði ég mig helzt ferðalögum Að æfa mig að æfa mig í tungumálum Tungumálum Ég er Einstaklingurinn.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.