Birtingur - 01.01.1961, Síða 83

Birtingur - 01.01.1961, Síða 83
í rússneskum bókmenntum. Þær voru þá í andstöðu við hið ríkjandi skipulag, og voru innlegg í þjóðmálabaráttuna, án þess þó að vera ídeológískar útskýring- ar. Nú er þetta breytt. Nú eru bókmennt- ir í Sovétríkjunum, svo og allar aðrar listir, orðnar apológískar, þ. e. þær hafa það hlutverk að verja ríkisvaldið, ástand- ið í ríkinu eins og það er, og flytja hug- myndir þess- um framtíðina, óháð því, hvaða hræringar eiga sér stað dags dag- lega meðal lifandi manna í ríkinu. Þær verða glansmyndir af óskadraumi. Líf fólksins sjálfs gleymist. Þetta dýpi, sem er staðíest milli bókmennta og veruleika, styttist þó smám saman, eftir því sem veruleikinn sjálfur færist í átt til óska- draumsins, en í þá átt stefnir vissulega efnahagsleg og þjóðfélagsleg þróun Sov- étríkjanna hröðum skrefum. En ennþá og enn um langan tíma verða bókmenntir Sovétríkjanna fjarlægar mannlífinu, ídeo- lógísk áróðursrit. Það þarf næstum ofurmennska snilld til þess að sameina í einu verki áróður og sannmannlega, listræna fegurð. Þetta hef- ur heldur farið í handaskolum hjá sovét- listamönnum, og þessvegna er öll listsköp- un þar svo lágkúruleg, sem dæmin sanna. Ekki vegna þess, að listamenn séu þar í nokkru hæfileikasnauðari en í öðrum löndum. öðru nær! Aðeins vegna þess, að annað fær ekki að sjá dagsins ljós en hin opinbera akademíska list. Varla er sá listamaður til í Sovét, að hann eigi ekki skúffur og skápa fulla af verkum, sem hann hefur samið fyrir sjálfan sig og sýnir aðeins vinum sínum, sem hann ber trúnað til. Það er stöðugt þrýstingur neð- an frá á yfirvöldin, að þau leyfi lista- mönnum að fást við list, og á síðustu árum hefur orðið veruleg breyting í þá átt. Enda þótt stefnan sé í grundvallaratr- iðum sú sama (sbr. tilvitnun í Krússof hér að framan) þá hafa nú listamenn frjálsari hendur en áður. Fyrir 20. þingið var Hemingway t. d. fordæmdur sem fyr- irlitlegur borgaralegur úrkynj unarrithöf- undur, nú eru bækur hans gefnar út í stórum upplögum. Og í sumar verður opn- uð sýning á franskri nútímamálaralist í Moskvu! Lenín sagði í viðtali við Klöru Zetkin: „Sérhver listamaður, hver sá sem lítur á sig sem slíkan, hefur rétt til þess að skapa frjálst, samkvæmt hugsjón sinni, óháð öllu“. Hann bætti því svo við, að við værum kommúnistar, og létum þvi ekki neina glundroðaþróun viðgangast. En algert sköpunarfrelsi fá listamenn í Sov- étríkjunum aldrei, þeir verða að líta á veruleikann með gleraugum flokksálykt- ana. En þær ályktanir geta stundum flutt harða gagnrýni á veruleikann, og á þann hátt stækkar sá partur af veruleikanum, sem listamönnum er leyfilegt að veita at- hygli. En allir tjáningarmöguleikar lista- manna sveiflast til eftir því, hvernig póli- tík ríkisins gengur, innanlands og erlend- is. Þessvegna er vandamál afvopnunar og öruggs friðar eitt stærsta hagsmunamál sovézkra listamanna. Nokkrir athyglisverðir ungir listamenn hafa komið fram í Sovét síðustu árin, t. d. ljóðskáldið Éftúsenko, smásagnahöfundur- urinn Kazakévits, Tsúkræ, höfundur fyrstu andstalínsku og einna beztu kvik- myndar frá stríðslokum og heitir „Heið- ur himinn“, eða þá t. d. hattakonan í Birtingur 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.