Birtingur - 01.01.1961, Síða 85
G. Chinotti
ÞOKA
G. Chinotti er ungur mað-
Ur franskur; hann hefur
dvalizt á íslandi í sumar
til að kynnast landi og
bjóð, ritað greinar héðan
fyrir frönsk blöð.
Ég var ó gangi einn um kvöld í skóg-
inum. Nóttin færðist yfir, og í fjarska
féllu öðru hverju hvítir blettir ó hafið:
móvarnir stungu sér og görguðu. Það
ýrði ó sjóinn. Sjóvarföllin höfðu borið
burt sumaróstina og brótt mundi norð-
anvindurinn færa með sér aðrar kald-
ari, þyrrkingslegri og beiskari. Tvö óst-
fangin ungmenni gengu sædrifin með
hafnargarðinum og spornuðu enn um
stund við útsogi skilnaðarins.
Þau hurfu brótt. Ég sneri mér við og
varð aftur einn um kvöld í skóginum,
ótti mér enga stúlku, ekkert takmark,
aðeins óróa og kvíða. Myrkrið var
skollið ó. Trén, beinagrindur í nóvem-
bertunglskini, skelfdu mig eins og
fótatak sjólfs mín. En er ég hraðaði
mér í óttina að skógarjaðrinum, skild-
ist mér, að trén voru aðeins ótylla: ég
var hræddur við eitthvað óljóst og
alvarlegt, sem vofði yfir. Ég greikkaði
sporið og leit oft um öxl: ég óttaðist,
að það kæmi að baki mér.
Ég kom loks inn í borgina, mér var
þungt um andardrótt. Ég horfði ó fólk-
ið. Andlitin voru enn hin sömu, góð-
lótleg, róleg og sviphrein. Það heils-
aðist, ræddist við, drakk og andaðist
eins og óður, ón þess að bregða vana
sínum. Það virtist ekki hafa hugboð
um neitt, en það gerði mig engan veg-
inn rólegri, síður en svo. Ég vissi ekki,
hvað ég hafði hugboð um, en ég var
skelfdur.