Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 88
þá dáð, sem einstæð var í þorpinu að
ég held: ég klifraði upp vegginn á
aldingarði héraðsvarðarins, sem við
vorum svo hrædd við, og tíndi handa
henni kirsuber, sem henni þótti góð.
Og þegar ég færði henni þessa litlu
gjöf, hafði engum hlotnazt nein feg-
urri í hennar augum, en ég yggldi mig
til að fara ekki að skæla.
Og án þess að mæla orð gengum við
inn í litlu kirkjuna með hvíta klukku-
turninum. Sóknarpresturinn, sem átti
óskipta aðdáun okkar, hafði sagt okk-
ur, að Guð vissi allt, skildi allt og
ástin væri háleit og göfug. Við gengum
inn kirkjugólfið. Hún smeygði við-
vaningslega hendinni undir arm mér.
Ég var hreykinn og hamingjusamur.
Óvenjuleg skrúðganga, tvö börn í auðri
kirkju, enginn organleikur, enginn
prestur. Við komum til að færa Guði
bernskuást okkar. Við krupum á kné
frammi fyrir altarinu titrandi og hrærð,
og í sakleysi frammi fyrir Kristsmynd-
inni snart ég varir hennar í blíðum,
hreinum kossi.
En í hljómríkri kirkjunni skellur hurð
að stöfum. Allt riðlast og hrynur í einni
svipan. Sóknarpresturinn hraðar sér til
okkar. Mér sýnist hann brosa af
ánægju — nei hann er ofsareiður.
,,Hvað er að siá til vkkar, þið eruð vond
börn". Rödd hans er mér óraunveruleg.
leg.
Um kvöldið glataði ég mörgum tál-
vonum, mér skildist margt og ég kom
aldrei framar til kirkju.
Sigríður Magnúsdóttir íslenzkaði.