Birtingur - 01.01.1961, Side 89

Birtingur - 01.01.1961, Side 89
Jón Óskar Þegar hefur verið skýrt frá því í minn- ingargreinum um hann hvílíkur afburða námsmaður hann var bæði hér heima og við erlenda háskóla. Mun ég ekki endurtaka þá sögu. En hitt vildi ég minnast á, að Jón var einhver bezti drengur, sem ég hef kynnzt. Mér þótti hollt að þekkja hann, því hann var hispurslausari í tali en menn eiga vanda til, hreinskilinn um sjálfan sig, veigr- aði sér ekki við að tala um hvaða vanda- mál sem var og einnig um þær hliðar mannlífsins sem aðrir hafa helzt að fíflskaparmálum eða fjalla um í hneyksl- unaranda og vandlætingartón einvörð- ungu. Hann var síspyrjandi sjálfan sig og aðra um i’áðgátur tilverunnar, og þótt hann mætti með réttu vera hreykinn af góðum námsferli og háum prófum, kunni hann ekki að vera hrokafullur af þekk- ingu sinni. Jón Eiríksson þýddi fyrir Birting nokkur sýnishorn úr verkum mik- illa skálda, sem sum höfðu ekki fyrr verið kynnt á íslenzku. Sjálfum er mér kunnugt um það, að hann vann að þýð- ingum sínum af einstakri vandvirkni. Ég hafði vænzt þess að hann mundi, er fram liðu stundir, skrifa merkar greinar um bókmenntir og annað, jafnframt því að íslenzka fyrir okkur verk erlendra snillinga. En nú er hann farinn. Og það er skarð fyrir skildi, lón Eiríksson látinn Birtingur 87

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.