Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1986, Síða 194
192
Ritdómar
tölvutækni og rita eða tala um hana á íslensku." Aftan á kápu bókarinnar stendur
svo: „Bókin hentar öllum, bæði sérfræðingum og byrjendum."
Markmið Tölvuorðasafnsins virðist vera tvenns konar: Annars vegar að kynna ís-
iensk orð sem nota megi í stað eriendra; og hins vegar að skilgreina hugtök. Það er
spurning hvernig þetta tvennt fari saman — eða hvort það geti yfirleitt farið saman.
Það er a. m. k. augljóst að hinir ýmsu hópar munu nota bókina á ólíkan hátt. Sér-
fræðingarnir vita væntanlega fyrirfram um hvað málið snýst; þeir geta þá notað
seinni hlutann til að fletta upp enskum orðum sem þeir þekkja og athuga hvernig þau
hafa verið þýdd á íslensku. Byrjendurnir fara hins vegar sennilega oft fyrst í íslenska
hlutann, til að athuga þar merkingu einhverra íslenskra orða sem þeir hafa heyrt eða
séð í þessum fræðum; en einnig geta þeir auðvitað þurft að finna merkingu enskra
orða. Það má þá gera með því að byrja á að fletta upp í seinni hlutanum, þar sem allt-
af er vísað á orð og skilgreiningu í þeim fyrri.
Eftir athugun á Tölvuorðasafninu leyfi ég mér að efast um að það henti öllum —
að hin ólíku markmið þess séu samrýmanleg. Mér sýnist að sérfræðingunum hefði
komið betur að fá bók í stíl við fyrstu útgáfu safnsins, bara með fleiri enskum og ís-
lenskum orðum, en án skilgreininga.
En hvað með byrjendurna; hentar bókin þeim? Það fer þónokkuð eftir því hvað
átt er við með „byrjendum". Sé átt við þá sem ætla sér að kynnast tölvum og starf-
semi þeirra vel getur bókin sjálfsagt verið ágæt; sé hins vegar átt við almenning sem
vill geta skilið og notað algengustu hugtök án þess að vita mikið hvað liggur á bak við
þau held ég að hún sé ekki góð. Almenningur notar tölvur í ýmis hversdagsleg verk-
efni, s. s. leiki, til ritvinnslu eða einfaldrar forritunar; en skiptir sér lítið af t. d. inn-
viðum tölvunnar eða stýrikerfisins. Mér finnst Tölvuorðasafnið ekki sinna þörfum
almennings nægilega mikið að þessu leyti; ég held að þar hefði þurft að skýra betur
og á annan hátt þá hluta tölvunnar sem snúa helst að notandanum, s. s. skjá og lykla-
borð, og einnig fjalla nánar um ritvinnslu og einfalda forritun, án þess að kafa djúpt
í fræðilega hluti.
Almenningi hentar því mun betur rit á borð við kverið Tölvuorð og annar fróðleik-
ur um rölvur, sem Tölvufræðslan gaf út nokkrum mánuðum áður. Reyndar má margt
að því riti finna; þar er alltof mikið gert af því að taka ensk orð hrá upp, og skýring-
arnar eru iðulega ekki nógu vandaðar; en ég held þó að almenningur muni skilja þær
miklu betur en skilgreiningar Tölvuorðasafnsins. í skilgreiningum þess koma nefni-
lega oftast fyrir nokkur orð sem eru skýrð í bókinni; það getur því þurft að fletta upp
á mörgum orðum til að komast að merkingu eins hugtaks.
í formála ritstjórans segir: „Með því að skrifa skilgreiningarnar á íslensku var unnt
að prófa orðin sem verið var að smíða. Kom þá fljótt í ljós hvort þau voru nothæf."
Það er auðvitað að mörgu leyti eðlileg stefna að byggja skýringarnar sem mest á orð-
um sem er að finna í bókinni; með því virðist samræmi tryggt, og að menn fái hið
rétta út. En það er því miður mjög á kostnað læsileikans. Ég held að mjög oft væri
hægt að umorða skýringarnar, og nota aðeins orð sem gera má ráð fyrir að al-
menningur þekki. Sjálfsagt yrðu skýringarnar stundum lengri fyrir vikið, en ég held
að það væri vel þess virði.
Hugsum okkur t. d. að maður rekist á það í auglýsingu að tiltekin tölva sé með
þessum og þessum örgjörva, og vilji vita hvað það sé. Hann flettir upp á örgjörvi, og