Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 46
44
Katrín Axelsdóttir
þýðingu sinni á Nýja testamentinu frá 1540 reglulega -ig~ í tveimur
orðum, auðigur og kunnigur, en ekki víðar (sjá Jón Helgason 1929:65). Hjá
Oddi eru hvorki dæmi um hvorig- né hvorug- en kannski mætti giska á
hvorug- í máli hans á grundvelli lýsingarorðanna. Ef til vill má giska á að
stofninn hvorug- hafi byrjað að ná sér á strik snemma á 16. öld, eða a.m.k.
einhvern tíma á tímanum milli Reykjahólabókar og Guðbrandsbiblíu. En
hafa verður í huga að dæmi frá 16. öld eru sárafá og hæpið að draga hér
miklar ályktanir. Dæmi sem fundist hafa utan ritanna í töflu 11 breyta
engu um þá mynd sem þar kemur fram.79
I ritum yngri en Guðbrandsbiblía í töflu 11 er -ug- miklu algengara,
aðeins fjögur dæmi eru um -ig-, þrjú í síðari hluta Vídalínspostillu og eitt
í þýðingu Grunnavíkur-Jóns á Nikulási Klím. Dæmi úr þessum yngri rit-
79 Eitt dæmi fannst af tilviljun, myndin hvorugan í Jómsvíkinga sögu í AM 510 4to
(Jómsvíkinga saga 1879:58). Handritið er talið frá miðri 16. öld. Dæmið kemur því vel heim
við það sem hér hefur verið sagt. I orðabók Fritzner (II 1891:115) er gefið eitt dæmi um
mynd með viðskeytinu -ug-. Það er myndin hvorugan (þ.e. hvarugan) (þf.kk.et.) í Gyðinga
sögu (Gyðinga saga 1881:48). Handritið, AM 226 fol, er frá um 1350-1360, svo að þarna
virðist vera býsna gamalt dæmi um viðskeytið -ug- í beygingu hvorgi. En þegar handritið
sjálft er skoðað (l52va3) verður ekki betur séð en að þarna standi „huarngan", þ.e. mynd
með þolfallsendingu á tveimur stöðum. Við Guðvarður Már Gunnlaugsson höllumst bæði
að þessum lestri. Hvomgan er ofureðlileg mynd í fornu riti, sbr. 3.4. Myndin hvarugan er
því mislestur útgefanda. I seðlasafni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP)
eru nokkur dæmi um viðskeytið -ug-. Eitt er í Gyðinga sögu, sama dæmi og í sama hand-
riti og getið er hér að ofan en stuðst við aðra útgáfu (Gyðinga saga 1995:85) þar sem einnig
er ranglega lesið -ug-. Annað er í Grettis sögu. Þetta er sama dæmi og rætt var í nmgr. 45,
en ómögulegt var að segja með vissu hvort í handritinu, AM 551 a 4to, er myndin hvomg-
an eða hvorugan. Handritið er frá um 1500. Ef þarna er myndin hvorugan er þetta elsta
dæmið sem hér hefur fundist um viðskeytið -ug- í beygingu fornafnsins hvorgi. Fimm
dæmi eru til viðbótar um -ug- í ONP, öll úr 17. aldar handritum og því lítið það marka
þau. (Dæmin eru í Dínus sögu drambláta, hdr. 1654 og um 1600—1650, Fljótsdæla sögu,
hdr. um 1600-1650, Friðþjófs sögu, hdr. 1671, Landnámu, hdr. um 1600-1700 og
Mágus sögu, hdr. um 1600—1700.) I orðabók Cleasby (1874:298) er vísað til ýmissa
fornra rita um ósamandregnar myndir og af framsetningunni mætti ráða að þetta væru
dæmi með viðskeytinu -ug-. Svo er þó ekki í neinni af tilvitnuðum útgáfum, með einni
undantekningu: hvorugir (þ.e. hvarugir) (nf.kk.ft.) í Heimskringlu III 1783:243. En í þess-
ari útgáfu er stuðst við ung handrit og í lesbrigðasafni traustrar útgáfu kemur fram að á
þessum stað er mynd með viðskeytinu -ig- en ekki -ug- (Heimskringla III 1893—1901:281).
I Islensku textasafni eru Islendingasögur með nútímastafsetningu. Þar eru nokkur dæmi
um myndir fornafnsins hvorgi með viðskeytinu -ug-. Yfirleitt er um það að ræða að yngri
orðmynd hefur verið valin í stað eldri orðmyndar í eldri útgáfum. I einu tilviki hefur -ug-
verið valið þar sem útgefanda hefur skilist að væri -ug- í handriti (dæmið i Grettis sögu
hér að ofan).