Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Síða 49
47
Rýnt í sögu fornafnsins hvorgi, hvorugur
þó ekki að þýða að hvorugur (hvorigur) geti ekki verið töluvert yngri en frá
15. öld. Ný mynd hefur kannski ekki verið orðin útbreidd fyrr en fyrst
eftir 1600.
í tóflu 12 eru engin dæmi um gömlu myndina hvorgi yngri en frá 16.
öld, yngstu dæmin eru í bréfabók Guðbrands Þorlákssonar, í bréfum frá
1571 og 1584. Handrit þessa hluta bréfabókarinnar, AM 242 4to, er frá
síðari hluta 16. aldar. Sé litið á töfluna virðist því breytingin hafa orðið
seint á 16. öld. í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er eitt dæmi um hvorgi
frá 16. öld. Það er í sálmi eftir Gilbert Jónsson frá 1558.84
Það er þó ekki svo að hvorgi í nf.kk.et. þekkist ekki eftir 1600 þótt
taflan sýni engin slík dæmi. í ritmálssafninu eru fimm dæmi um mynd-
ina frá 17. öld, en reyndar er líklega ekki nema eitt þeirra marktækt. Það
er frá 1604, í Alþingisbókum íslands. Hin dæmin fjögur eru lítt eða ekki
marktæk af ýmsum ástæðum.8^ Þá er í ritmálssafninu eitt 16. aldar dæmi
um myndina hvorki í stað hvorgi, í ritinu Su rietta Confirmatio eftir Guð-
brand Þorláksson frá 1596. Annað slíkt dæmi er frá 17- öld, í biskupsann-
álum sr. Jóns Egilssonar (1548—1636). Hugsanlega eru þetta prentvillur.
sintölu. Þetta dæmi úr Víga-Glúms sögu er einnig hjá Fritzner (II 1891:115). I orðabók
Cleasby (1874:298) eru tvö dæmi um hina nýju mynd, þ.e. hvárigr. Fyrra dæmið er sagt í
Landnimu, en þar er það reyndar ekki að finna. Hitt dæmið er í Hervarar sögu og er annað
af dæmunum í 17. aldar handritinu AM 345 4to sem Jón Þorkelsson nefnir, sjá hér að ofan.
84 Ef til vill má finna óbeina heimild fyrir því að í máli Staðarhóls-Páls (um 1534—1598)
°g Illuga Helgasonar (e.t.v. fæddur um 1580) hafi myndin hvorgi verið lifandi. Dæmi eru
um hvorugkynsmyndina hvorkirt/hvorkert í máli þeirra, sjá 3.10.2. í ljósi þess er kannski
líklegt að í máli þeirra hafi verið karlkynsmyndin hvorgi en ekki hvorugur.
85 Samhengi eins þessara dæma er mjög óljóst; það er í kveðskap og líklega er þar á
ferðinni einhver afbökun (sbr. ísletizkfomkv<nði II 1962:54). Tvö önnur dæmi eru einnig úr
kveðskap, Sveins rímum Múkssonar eftir Kolbein Grímsson (um 1600—um 1683, rímurn-
'l:' taldar ortar 1650—1670) og Pontus rímum eftir Pétur Einarsson (1597—1666). Hugsan-
kga gripu þessi skáld til eldri myndar með færri atkvæðum svo að atkvæðafjöldi yrði rétt-
ur- Fjórða dæmið er úr inntaki úr söguþætti höfðum eftir mæðgum frá 17. öld (Munn-
ruodasögur íy. aldar 1955:96). Sögumaður er séra Eyjólfur Jónsson á Völlum í Svarfaðardal
(1670—1745), en frásagnir hans teljast ótraustar málheimildir: „Inntök séra Eyjólfs hljóta
ávallt að vera mjög óáreiðanlegar heimildir um mælt mál á dögum hans, en skipa sitt rúm
t málssögunni meðal dæma um það hvern búning menn hafa viljað gera ritmáli sínu á
ýmsum öldum. Þó að séra Eyjólfur hafi fyrnt orðmyndir sínar og stafsetningu í þessum
sí>gum af því að hann gerði sér far um að sníða þær eftir íslenzkum fornsögum, er glöggt
af u^ru, sem eftir hann liggur ... , að hann hefur jafnan farið sínar leiðir í rithætti og einatt
heldur hneigzt til þess sem fornlegt var.“ (Munnmalasögur 17. aldar 1955XIXÍ).
Aðalhandrit biskupsannálanna, AM 390 4-to, er uppskrift frá 1709 eiginhandar-
rid séra Jóns Egilssonar (Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmenta I 1856:21). Myndin